Heitt Helvíti á toppnum

Nýjasta myndin eftir spennubókum Dan Brown, Inferno, eða Helvíti í lauslegri íslenskri þýðingu, með Tom Hanks í aðalhlutverkinu og í leikstjórn Ron Howard, var mest sótta kvikmyndin á Íslandi nú um helgina, sína fyrstu viku á lista.

inferno-tom-hanks

 

Inferno ýtti þar með teiknimyndinni Storks af toppnum, en þar hafði hún verið í tvær vikur þar á undan. Í þriðja sæti var svo spennutryllirinn og ráðgátan The Girl on the Train. 

Sjáðu íslenska aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan:

 

box