Frestaður hrollur um margskiptan persónuleika – stikla

Ný stikla er komin fyrir hryllingsmyndina 6 souls með Julianne Moore og Jonathan Rhys Meyers í aðalhlutverkum. Það sem er sérstakt við þessa mynd er að hún kom fyrst út í nokkrum löndum á DVD árið 2009, en frumsýningu hennar í bíóhúsum hefur verið frestað þar til nú, en myndin verður frumsýnd í bíó í Bandaríkjunum 5. apríl nk.

Myndinni er leikstýrt af leikstjórum Underworld: Awakening, þeim  Måns Mårlind og  Björn Stein.

Sjáðu stikluna hér að neðan:

6 souls segir frá Dr. Cara Harding, sem Julianne Moore leikur, en eftir dauða eiginmanns hennar þá er trú hennar á Guð ekki sú sama og áður, en trú hennar á vísindum er áfram sterk. Í tilraun til að fá hana til að opna augun fyrir því óútskýranlega, þá kynnir faðir hennar hana fyrir Adam, sjúklingi með margskiptan persónuleika, en líkami hans bregst mismunandi við hverjum persónuleika sem tekur yfir huga hans.

Cara kemst fljótt að því að aðrir persónuleikar Adams eru fórnarlömb morðingja og eftir því sem hún kemst að meiru um hann og fortíð hans, því líklegra er að hún og hennar nánustu verði sjálf fórnarlömb morðingja.

Lestu meira hérna.

Myndin kom fyrst fyrir sjónir almennings í nokkrum löndum utan Bandaríkjanna árið 2009 eins og fyrr sagði, en myndin verður gefin út á VOD í Bandaríkjunum 1. mars nk. og fer svo í bíó þann 5. apríl.

Stikk: