Framhaldsfréttir

Eins og alltaf eru ýmsar framhaldsmyndir í framleiðslu í Hollywood, eða alveg við það að fara í framleiðslu. Fyrst skal nefna Beverly Hills Cop 4, en hún er nú sem stendur í skrifum. Sá sem ráðinn hefur verið til þess að koma henni á blað er fyrrum gítarleikarinn og núverandi rithöfundurinn Jason Richman ( Black Sheep ). Ekki er ljóst á þessari stundu hvort Eddie Murphy muni taka að sér hlutverkið, en ljóst er að Jerry Bruckheimer mun enn og aftur framleiða og hafa yfirumsjón. Þegar er hafin vinna á framhaldinu af Miniseríunni um Dune, sem sýnd var á Sci-Fi Channel, ekki alls fyrir löngu við miklar vinsældir, og mun hún fara í framleiðslu fljótlega. Aðdáendur sjónvarpsþáttanna um Babylon 5 geta nú tekið gleði sína því ný sjónvarpsmynd hefur nú verið gerð, og mun hún þjóna sem inngangur að nýrri seríu.