Er þetta tökustaður Noah?

Okkur barst ansi athyglisverð ljósmynd sem tekin var nálægt skotæfingasvæðinu í Hafnarfirði nú fyrir stuttu. Stjórnendur Kvikmyndir.is hafa velt fyrir sér af hverju myndin sé og flestir virðast á þeirri skoðun að þetta sé tökustaður fyrir kvikmyndina Noah sem Darren Aronofsky leikstýrir, en eins og flestir vita þá fara tökur á myndinni fram hér á Íslandi um þessar mundir.

Ljósmyndin sýnir afmarkaðan kassa með alls konar málmdóti. Lengst til vinstri á myndinni eru m.a. gröfur og lengst til hægri má sjá einhvers konar ílát sem, að sögn sendanda myndarinnar, voru fylltar með olíu (sjá mynd hér fyrir neðan). Allt í kring um svæðið voru skilti merkt CAST með örvum hingað og þangað og stórar tökuvélar voru sjáanlegar.

Ljósmyndina má sjá hér fyrir neðan (smellið á hana fyrir betri upplausn).

Nú spyrjum við lesendur, hvað haldið þið að þetta sé ? Er þetta einn af tökustöðum Noah á Íslandi ? Er þetta tökustaður fyrir aðra mynd ? Er þetta ruslahaugur ? Eru aðrar framkvæmdir í gangi og erum við í ruglinu ? Hvað heldur þú ?

Stikk: