Enn blóðugri stikla fyrir Blóðhefnd

Fyrsta stiklan í fullri lengd fyrir íslensku myndina Blóðhefnd er komin á veraldarvefinn, en í júlí birtum við kitlu fyrir myndina sem vakti töluverða athygli. Blóðhefnd verður frumsýnd í Háskólabíói 12.október næstkomandi, en hún fjallar um glæpagengi sem tengjast mansali á Íslandi.

Trausti snýr heim eftir sjö ára fjarveru, en kemst þá að því að bróðir hans er flæktur í glæpaheim. Atburðarásin vindur upp á sig og afleiðingarnar eru hryllilegar. Dauði er við hvert fótmál og Trausti fyllist hefndarþosta. Í leit að réttlætinu kynnist hann Maríu sem er ung kona í ánauð. Trausti verður að taka á öllu því sem hann á til að bjarga Maríu og hefna fyrir fjölskyldu sína.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu myndarinnar. Hvernig líst ykkur á ?

Stikk: