Eli Roth þolir ekki blóð

Þessar stórmerkilegu staðreyndir eða þannig, birtust fyrst í októberhefti Mynda mánaðarins.

Föðurbróðir George Clooney var leikarinn José Ferrer sem m.a hlaut Óskarsverðlaunin árið 1951 fyrir besta leik í aðalhlutverki karla í myndinni Cyrano de Bergerac.

Britt Robertson heitir fullu nafni Brittany Leanna Robertson og er elst af sjö systkinum. Hún hefur búið með Dylan O’Brien síðastliðin fjögur ár, en Dylan leikur aðalhlutverkið, Thomas, í The Maze Runner-myndunum.

tom hardyTom Hardy barðist við alkóhól- og krakkfíkn á árum áður en hefur nú ekki snert nein eiturlyf í tólf ár.

Charlize Theron æfði ballett á sínum yngri árum og dansaði m.a. bæði í Hnetubrjótnum og Svanavatninu. Ballettferli hennar  lauk hins vegar vegna hnémeiðsla sem hún gat ekki
fengið sig nógu góða af.

Guðfaðir sonar Bryce Dallas Howard og eiginmanns hennar, Seth Gabel, er grínverjinn Josh Gad, en hann og Seth hafa verið vinir síðan í barnaskóla.

Áður en Chris Pratt fór að fá vinnu sem leikari bjó hann í gömlum sendibíl í Los
Angeles og vann sér stundum inn aur með því að strippa á kvennakvöldum
strippbara í borginni.

identity thief melissaMelissa McCarthy er af írskum ættum en báðir afar hennar og báðar ömmur
voru frá Cork í Írlandi.

Báðir foreldrar Judes Law voru munaðarlausir. Hann á hins vegar núna sjálfur fimm börn eftir að fyrrverandi unnusta hans, söngkonan Catherine Harding, sem er betur þekkt sem Cat Cavelli, eignaðist dóttur í vor.

Foreldrar Jacks Black voru báðir eldflaugasérfræðingar hjá NASA. Móðir  hans, Judith Love Cohen, tók þátt í að smíða Hubble-geimsjónaukann.

Dwayne Johnson fékk risatilboð frá Dunkin Donuts sem vildi að hann auglýsti kleinuhringina frá þeim á næstu árum. Hann hafnaði boðinu kurteislega, segir sagan.

eli-roth09-8-10Eli Roth, sem er þekktur fyrir ofbeldisfullar og blóðugar myndir þolir ekki sjálfur að sjá blóð. Hann þolir samt alveg að sjá gerviblóð.

Rosemarie DeWitt er dótturdóttir hnefaleikakappans Jimmys Braddock sem Russell Crowe lék í myndinni Cinderella Man árið 2005.