Paul Walker gata er í Chile

Þessar „Stórmerkilegu staðreyndir, eða þannig … “ birtust fyrst í ágústhefti Mynda mánaðarins: 

Shailene Woodley var boðið að leika þær Anastasiu Steele í Fifty Shades of Grey og Casey Newton í Tomorrowland, en hafnaði báðum hlutverkunum sem enduðu síðan hjá þeim Dakotu Johnson og Britt Robertson.

shailene woodleyFaðir leikarans Ansels Elgort er ljósmyndarinn Arthur Elgort sem umbylti tískuljósmyndun árið 1971 með svokölluðum „snapshot“-stíl og hefur unnið fyrir flesta tískuvörurisa heims. Verk hans eru m.a. til sýnis í International Center of Photographysafninu í New York, Museum of Fine Arts í Houston í Texas og í Victoria and
Albert-listasafninu í London. Þess má geta að amma Ansels í móðurætt var norsk, Aase-Grethe, en hún barðist með norsku andspyrnuhreyfingunni gegn Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni og átti stóran þátt í að bjarga fjölda norskra gyðinga, þ. á m. fjölmörgum
börnum, frá því að lenda í útrýmingarbúðum nasista.

Breski leikarinn Theo James heitir fullu nafni Theodore Peter James Kinnaird Taptiklis og er að hluta til nefndur í höfuðið á föðurafa sínum Nicholas Theodore Taptiklis, sem var grískur.

Jordana-Brewster-in-Fast-And-Furious-6

Jordana Brewster, sem leikur Miu í Fast and Furious-myndunum, er fædd í Panama og er dóttir brasilísku fyrirsætunnar Mariu João og bandaríska fjármálamannsins Aldens
Brewster, en faðir hans, Kingman Brewster, Jr., var forseti Yale-háskólans frá 1963 til 1977 og sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi 1977 til 1981. Þeir feðgar, og þá um leið Jordana, eru afkomendur pílagrímsins Williams Brewster sem komst eftir miklar hrakningar til Nýja-Englands á norðausturströnd Bandaríkjanna árið 1620 með fleyinu fræga, Mayflower.

Fyrsta leikprufa Michelle Rodriguez var fyrir myndina Girl Fight (2000). Hún fékk hlutverkið. Önnur prufan sem hún fór í var fyrir The Fast and the Furious (2001). Hún fékk það hlutverk líka.

Gata sem tekin var í notkun í nýju hverfi í bænum Pelluhue í Chile heitir Paul Walker-gata til heiðurs Paul Walker sem fór til bæjarins árið 2010 til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálfta sem reið þar yfir 27. febrúar sama ár.

180full-tom-hardyTom Hardy nefndi hundinn sinn, sem dó árið 2011, Max, í höfuðið á Mad Max, löngu áður en hann vissi að dag einn ætti hann eftir að leika hann.

Joel Kinnaman heitir í raun Charles Joel Nordström og er fæddur í Stokkhólmi 25. nóvember 1979. Móðir hans er sænsk en faðirinn bandarískur og er Joel með ríkisborgararétt í báðum löndunum.

Will Ferrell og þáttastjórnandinn Jon Stewart voru herbergisfélagar áður en þeir slógu í gegn, hvor á sínu sviði.

Elizabeth Olsen segir að fyrirmynd sín í leiklist hafi alltaf verið Michelle Pfeiffer og að uppáhaldsmynd sín í æsku hafi verið gríntryllirinn Tremors.