Ein mynd og svo Bond

naomieBondstúlkan Naomie Harris hefur samkvæmt breska blaðinu Daily Mail, verið ráðin til að leika í myndinni Our Kind of Traitor ásamt Ewan McGregor, Damian Lewis og Mark Gatiss.

Myndin fjallar um par sem er í slagtogi með rússnesskum olígarka ( viðskiptajöfri ) og stórtækum peningaþvættismanni, sem svo svíkur þau í viðskiptum.

Handrit skrifar Hossein Amini (The Two Faces of January, Drive), og tökur hefjast í lok mánaðarins. Um leið og tökum á myndinni lýkur, snýr Harris sér að næstu Bond mynd.