Dumb & Dumberer

New Line Cinema ætlar að gera framhald af Dumb and Dumber, þrátt fyrir að hvorki Jim Carrey, Jeff Daniels né Farelli bræður ætli sér að taka þátt í því. New Line hefur fengið Troy Miller einn til þess að leikstýra myndinni, sem ber heitið Dumb And Dumberer. Mun hún gerast á undan fyrri myndinni, og einblína á heimskupör þeirra Harry og Lloyd meðan þeir voru enn í skóla. Gert er ráð fyrir að myndin verði frumsýnd sumarið 2003.