Náðu í appið
124
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dumb and Dumber 1994

(Dumb )

For Harry and Lloyd every day is a no-brainer./ What one doesn't have, the other is missing

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 41
/100
Vann tvenn MTV verðlaun. Jim Carrey fyrir leik, og Carrey og Lauren Holly fyrir besta kossinn. Carrey einnig tilnefndur til Razzie verðlauna fyrir verstu frumraun.

Sagan fjallar um Lloyd Christmas og besta vin hans Harry Dunne. Þeir búa saman í Los Angeles. Lloyd vinnur fyrir sér með því að keyra limósínu og þegar sagan hefst er hann að keyra unga og fagra konu út á flugvöll. Lloyd hefur alltaf vitað að ef hann bara hitti réttu konuna færi lífið að ganga honum í hag og loks virðist sem sú rétta sé sest í aftursætið.... Lesa meira

Sagan fjallar um Lloyd Christmas og besta vin hans Harry Dunne. Þeir búa saman í Los Angeles. Lloyd vinnur fyrir sér með því að keyra limósínu og þegar sagan hefst er hann að keyra unga og fagra konu út á flugvöll. Lloyd hefur alltaf vitað að ef hann bara hitti réttu konuna færi lífið að ganga honum í hag og loks virðist sem sú rétta sé sest í aftursætið. Lloyd segir henni allt af létta um innstu drauma og þrár og ótrúlegt en satt; loks hittir Lloyd manneskju sem hlustar þegar hann talar. Þetta er of gott til að geta verið satt og þegar á flugvöllinn er komið horfir Lloyd með tárin í augunum á eftir konunni sem hann elskar þar sem hún gengur um borð í vélina sem ætlar að flytja hana til Colorado. En kannski er ekki öll von úti því hún skilur skjalatöskuna sína eftir við afgreiðsluborðið. Lloyd lítur á þetta sem tákn um að enn sé von um að ástin sigri og tekur töskuna til handargagns staðráðinn í að elta ástina til Colorado. Hann veit ekki sem er að í töskunni er stórfé, lausnargjald sem konan skildi viljandi eftir til að leysa eiginmann sinn úr haldi mannræningja. Auðvitað sjá mannræningjarnir þegar fíflið tekur töskuna með peningunum þeirra. Lloyd og Harry halda hins vegar að grunsamlegu náungarnir sem skyndilega birtast heima hjá þeim séu rukkarar og leggja á flótta. Það er ekki mikið sem bindur þá í borginni þar sem allt gengur þeim á afturfótunum og þess vegna fellst Harry á að keyra vin sinn til Aspen í Colorado að skila skjalatöskunni til konunnar í von um að hún falli í stafi þegar Lloyd birtist með töskuna týndu. Þar sem gáfnaljósin tvö þekkja varla í sundur vinstri og hægri gengur ferðin skrykkjótt og einkennist af ótúlegum og heimskulegum uppátækjum þeirra en fyrir einhvert kraftaverk rata þeir loks á leiðarenda með skjalatöskuna og hitta þar fyrir elskuna - og mannræningjana.... minna

Aðalleikarar

Heimskur, heimskari
Dumb and Dumber er mynd um tvo nautheimska vini sem eru algörir tossar og eru að flakka á milli starfa. Einn góðan veðurdag þegar Lloyd Christmas (Jim Carrey) vinnur sem Limo driver, kemur kúnni til hans og er á leiðinni til Aspen, Mary Swanson (Lauren Holly). En Swanson gleymdi skjalatöskunni sinni viljandi á flugstöðinni. Lloyd sér það og fer og nær í töskuna en Joe Mentalino (Mike Starr) og J.P. Shay (Karen Duffy) áttu að fá töskuna. Þegar Lloyd og Harry Dunne (Jeff Daniels) (Hinn vinurinn) koma heim nýreknir þá dettur þeim í hug að flytja til Aspen allt í góðu með það en þeir vita ekki að Mentalino og Shay eru að elta þá. Svo þegar þeir eru komnir þokkalega langt þá næla þeir sér í óvin sem þeim er meinilla við. Þegar þeir eru komnir til Aspen þá breytast öll málin og verða betri eða verri. !!!

Dumb and Dumber er mynd sem maður getur horft aftur og aftur á án þess að fá leið á henni. Lloyd Christmas og Harry Dunne búa saman eða deila saman íbúð til að spara kostnað, þegar þeir eru nýreknir þá eru þeir tekjulausir og verða þá að spara peningana og þeir ætla sér hálfa leiðina jafnvel lengra en öll Bandaríkin á nokkrum þúsundköllum. Þeir eru eiginlega alltof góðhjartaðir þessir vinir og hver myndi fara rúma 3.200 km til að skila tösku án þess að líta í hana viljandi.
Jim Carrey fer þarna með eitt af sínu bestu hlutverkum sem hann hefur tekið að sér. (Fyrir utan Eternal Sunshine og The Truman Show). Eins og allir þekkja þá þarf ekki að kynna þetta grín meistaraverk því að hún hefur skarað svo óskaplega mikið fram úr í kvikmyndaheiminum. Dumb and Dumber er talin vera ein af þessum besta grínmyndum sem hafa verið gerðar en ég er ekki alveg sammála því, jú hún er góð og allt það en það vantar samt svo mikið í hana til að fá þennan stimpil á sig.

Jeff Daniels kemur svo mikið á óvart því að þetta er án efa hans besta hlutverk sem hann hefur tekið að sér. Jeff er ekki eins mikill grínisti eins og Jim Carrey þannig að ég verð að sega það að Jim Carrey stóð sig miklu betur en Jeff hefði getað staðið sig. Þrátt fyrir það er leikaravalið mjög gott og leikstjórnunin er líka alveg frábær. Bræðurnir Farrelly (Bobby ,Peter ) hafa gert alveg fínar myndir í gegnum árin en samt aðeins B og C myndir (7 eða rétt sleppur og niður) eins og Me, Myself & Irene og Stuck on You og einhvað fleira. Dumb and Dumber er sú allra besta mynd sem Farrelly hafa gert (Ég hef ekki séð Hall Pass en ég efast um að hún sé betri en hver veit).

Einkunn: 7/10 - "Vel heppnuð grínmynd á góðu róli en Jeff hefði geta gert betur og líka Farrelly hefðu getað gert betri brandara inná milli. Fyrir utan það er hún hin fínasta mynd."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef það er einhver mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur þá er það þessi mynd. Tvímænalaust ein besta gamanmynd allra tíma og Carrey og Daniels eru báðir alveg geggjaðir í henni og ég hef sjaldan eða aldrei séð jafn almennt fyndna mynd.

Maður verður hreinlega að eiga þessa, það kemur ekkert annað til greina!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Geggjuð mynd og frábær í alla staði eins og hún leggur sig. Þetta er barasta þrælfyndin mynd og ekkert múður með það!!!Þeir félagar Jim Carrey og Jeff Daniels eru hér að brillera svo aldeilis um munar og flæðir bullið og vitleysan úr hverri rifu þeirra Farrelly manna. Þessa þarf maður bara að spara til að missa sig ekki yfir henni, horfa á hana aftur og aftur, og fá svo leið á henni. (þó að það gerist aldrei) Þetta er klassa dæmi um menn sem að eru það vitlausir að geta ekki fattað einföldustu hluti sem að eru ekki að vefjast fyrir venjulegu fólki; Þar nefni ég til að mynda að selja blindum dreng dauðan samanlímdan fugl, Keyra um á hundabíl og skifta honum svo út fyrir skellinöðru, reyna við ríka uppagellu sem að er í fríi á Aspen og er búin að borga lausnargjaldi til mannræningja, hvað þá að troða piparkornum í hamborgara hjá morðglöðum missindismanni sem ætlar að drepan mann-OG GEFA HONUM SVO ROTTUEYTUR Í STAÐ HJARTALYFJA. Þetta eru bara fáein dæmi um hvað það er sem að gerist í þessari fyndnustu ræmu kvikmyndasögunnar í langann tíma. Það er ekki hægt að toppa þessa, og ef menn ætla að gera það þá er eins gott að vera alls ekki feiminn og láta ALLT flakka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef þú hefur gaman af rugluðum húmor ættir þú að horfa á þessa mynd. Þetta er með þeim betri grínmyndum sem ég hef séð, maður getur alltaf horft á hana aftur og aftur. Auk þess leikur Jim Carrey í henni og flestar grínmyndir með honum eru góðar. Svo að ég mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Argandi og gargandi snilld. Hér sýnir Jim Carrey eina af sýnum bestu hliðum ásamt því að lyfta Jeff Daniels með sér í þesari þrusu góðu gamanmynd.

Myndin er um þessa tvö vitleysingja þá Lloyd og Harry sem hröklast í hin ótrúlegustu ævintýri. Alltaf tekst þeim að koma manni til að hlæja og ef menn eru í eitthvað slæmu skapi, þá er þetta myndin sem maður á að setja í því hún kemur þér að hlæja hvenær sem er.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn