Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Hall Pass 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. mars 2011

One week. No rules.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Þeir Rick og Fred eru aldavinir sem eiga flest sameiginlegt í lífinu, þar á meðal það að hafa verið giftir í mörg ár. Þegar það fer að bera á þreytumerkjum í hjónaböndum þeirra beggja lenda bæði þeir og eiginkonurnar í léttri tilvistarkreppu, en svo virðist sem eiginkonurnar komi með hina fullkomnu lausn þegar þær stinga upp á afar djarfri aðferð... Lesa meira

Þeir Rick og Fred eru aldavinir sem eiga flest sameiginlegt í lífinu, þar á meðal það að hafa verið giftir í mörg ár. Þegar það fer að bera á þreytumerkjum í hjónaböndum þeirra beggja lenda bæði þeir og eiginkonurnar í léttri tilvistarkreppu, en svo virðist sem eiginkonurnar komi með hina fullkomnu lausn þegar þær stinga upp á afar djarfri aðferð við að halda öllum góðum; frían „passa“ í eina viku til að gera hvað sem þeir vilja með hvaða konu sem er, án nokkurra afleiðinga fyrir hjónabandið. Þeir taka tilboðinu fagnandi og leggja inn í vikuna með háleitar hugmyndir um ævintýri næstu sjö daga, en ekki líður á löngu þar til þeir komast annars vegar að því að álit þeirra á sjarma sínum er í meira lagi ofmetið og hins vegar að ef þeir fá frípassa fá konurnar að sjálfsögðu líka frípassa...... minna

Aðalleikarar

Farrelly snúa aftur
Ég var búinn að sjá trailer myndarinnar svona 18 sinnum í bíó áður en ég uppgötvaði að hún væri Farrelly mynd, gaman að því að þeir séu að gera eitthvað gott eftir að hafa verið í lægð svona lengi. Myndin er engan veginn nærri því að komast nálægtThere's Something About Mary, Dumb And Dumber eða KingPin en er samt mjög skemmtileg. Owen Wilson er alltaf mjög góður og stendur fyrir sínu. Jason Sudeikis er tær snilld, er á uppleið í Hollywood eftir að hafa verið í sinni fyrstu Hollywood mynd árið 2007, eftir að hafa verið í SNL í nokkur ár. Frábær árangur og á það svo sannarlega skilið. Stephen Merchant er alltof lítið í myndinni miðað við að hann er einn fyndnasti maður á jörðinni, hann á eitt al besta atriði myndarinnar. Christina Applegate og Jenna Fischer úr The Office eru góðar sem eiginkonurnar. Myndin er eitt hláturskast að mínu mati, mynd sem maður má ekki missa af, sérstaklega ef maður fílar húmor þeirra Farrelly bræðra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.03.2011

Ný Dumb & Dumber í vinnslu

Hinir bráðfyndnu Farrelly-bræður vinna nú hart að því að kynna nýjust mynd sína, Hall Pass, sem frumsýnd verður hérlendis næstkomandi föstudag. Í viðtali við vefsíðuna Moviehole kom hinsvegar í ljós að þeir...

03.01.2012

Vanmetnustu/ofmetnustu myndir ársins

Dagarnir fyrir og eftir áramótin eru oftast mjög pakkaðir hjá okkur sem skrifa fyrir kvikmyndatengdan fjölmiðil, en þess vegna reynir maður að nýta þá eins vel og maður getur með því að búa til flottar samantektir...

20.12.2011

Fín orgía. Gat verið betri, og verri

Ekki vissi ég að það væri svona svakalegt puð að skipuleggja gott kynsvall, en ég verð að segja að það er alls ekki ófrumleg hugmynd að byggja upp heila "fílgúdd" gamanmynd í kringum þá hugmynd að fullt af vinu...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn