Dumb and Dumber To
2014
Frumsýnd: 14. nóvember 2014
GÁFUR ERU BARA AUKAATRIÐI
90 MÍNEnska
Erkifíflin Harry Dunne (Daniels) og Lloyd Christmas (Carrey) mæta aftur til leiks í nýju framhaldi af myndinni Dumb and Dumber frá árinu 1994. Tuttugu ár eru liðin frá síðasta ævintýri þeirra félaga og í þetta sinn leggja þeir upp í ferðalag til að finna óskilgetin börn sín í von um að fá nýtt nýra fyrir Harry!
Tuttugu árum eftir ævintýrin í fyrri... Lesa meira
Erkifíflin Harry Dunne (Daniels) og Lloyd Christmas (Carrey) mæta aftur til leiks í nýju framhaldi af myndinni Dumb and Dumber frá árinu 1994. Tuttugu ár eru liðin frá síðasta ævintýri þeirra félaga og í þetta sinn leggja þeir upp í ferðalag til að finna óskilgetin börn sín í von um að fá nýtt nýra fyrir Harry!
Tuttugu árum eftir ævintýrin í fyrri myndinni leggja félagarnir
Harry og Lloyd aftur í hann, í þetta sinn til að hafa uppi á dóttur
Harrys og athuga hvort hún geti gefið honum annað nýrað úr sér.
Lloyd hefur verið á hæli síðan síðast
enda yfirbugaður af ástarsorg eftir að hafa mistekist að vinna ástir sinnar
heittelskuðu Mary Swanson. Það kemur hins vegar í ljós í upphafi myndarinnar
að Lloyd var bara að plata bæði Harry og alla á hælinu. Hann er
nefnilega ekkert geðveikur og er í raun kominn yfir Mary fyrir löngu.
Glaðir í bragði halda því félagarnir heim í gömlu íbúðina sína og komast
þá að því að Harry á dóttur sem hann vissi ekkert af. Og þar sem hann
þarf að fá nýtt nýra halda þeir félagarnir af stað út í heim í leit að henni ...... minna