Náðu í appið
Öllum leyfð

The Perfect Catch 2005

(Fever Pitch)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. október 2005

A Comedy About The Game Of Love.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Fyrir hinn heita aðdáanda Boston Red Sox hafnaboltaliðsins, Ben Wrightman, þá eru jafn litlar líkur á að hann finni þá einu réttu og að liðið hans verði heimsmeistari. E nþá hittir hann Lyndsey Meeks, og skyndilega getur allt gerst. Hann hefur nógan tíma fyrir ástamálin yfir veturinn, eða þangað til undirbúningstímabilið um vorið hefst, en þá er annað... Lesa meira

Fyrir hinn heita aðdáanda Boston Red Sox hafnaboltaliðsins, Ben Wrightman, þá eru jafn litlar líkur á að hann finni þá einu réttu og að liðið hans verði heimsmeistari. E nþá hittir hann Lyndsey Meeks, og skyndilega getur allt gerst. Hann hefur nógan tíma fyrir ástamálin yfir veturinn, eða þangað til undirbúningstímabilið um vorið hefst, en þá er annað uppi á teningnum, og þegar sumarið byrjar þá sér Lindsey að Ben er heltekinn af liðinu sínu Boston Red Sox. Henni finnst það bara stórfínt, þar sem hún sjálf er vinnualki og finnst fínt að geta einbeitt sér að framanum. ... minna

Aðalleikarar

Fallon og Barrymore mynda sætt par
Þeir Farrelly-bræður sína það enn og aftur að það getur leynst meira í gamanmyndum heldur en bara tilgangslaus gredduhúmor.
The Perfect Catch (sem heitir reyndar Fever Pitch vestanhafs - og þykir mér það persónulega vera margfalt betri titill) er án efa með þeim sykusætari myndum sem þeir hafa komið að. Þarf það að vera slæmur hlutur? Ekkert nauðsynlega.

Myndin kom mér að mörgu leyti á óvart miðað við það að hún styðst við allar helstu klisjur sem eru að finna í bókinni, en án þess að það sé eitthvað sérstaklega pirrandi. Sú ástæða liggur væntanlega í því hversu vel skjáparið nær saman. Þótt það sé sjaldan það eina sem getur híft upp rómantíska gamanmynd sem þessa, þá virkar það hér.

Jimmy Fallon getur verið ófyndnasti maður í heimi, sérstaklega þegar hann missir sig í eintómt slapstick (Taxi??), en hann sýnir það hér að hann sé mannlegur eftir allt saman. Persóna hans í myndinni er mjög viðkunnanleg týpa og nær mjög vel til áhorfandans. Drew Barrymore er sömuleiðis óvenju þolanleg. Það er eitthvað við þau bæði í myndinni sem vekur upp svo sérstakan sjarma. Farrelly-bræðrum tekst að láta manni líða eins og maður sé að hvetja að þetta par nái saman á endanum, og það atriði eitt og sér er mjög mikilvægt þegar svona bíómynd er að ræða, og það kæmi á óvart hversu sjaldan slíku markmiði er náð.

Húmorinn er einnig mjög lágstemmdur og finnst varla einn grófur djókur. Tilhugsunin að þessi mynd sé eftir sömu gaura og fleygðu frá sér Kingpin, Dumb & Dumber og Mary er alveg ótrúleg. Manni finnst aftur á móti líklegra að þessi mynd komi frá sömu mönnum og gerðu Stuck on You. Það sést langar leiðir hvað bræðurnir hafa þroskast mikið.

Ég get ekki sagt að ég hafi mikið hlegið að myndinni. Formúlurnar eru í vel góðu magni og klisjurnar tonnatali. Myndin er líka aðeins of löng og teygist pínulítið vegna nokkurra endurtekninga.
Hins vegar ætla ég að gefa myndinni ágætis vídeó-meðmæli. Hún er hin fínasta skemmtun fyrir pör, og líka bara almennt þá sem eru ekki með fælni gagnvart 'sætum' myndum.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn