That's My Boy
2012
Frumsýnd: 29. ágúst 2012
Saga um barn - og son hans
116 MÍNEnska
Þegar Donny var unglingur varð hann yfir sig ástfanginn af kennaranum
sínum, henni Mary. Slíkt hendir oft óharðnaða unglingsstráka, en þau
Donny og Mary gengu of langt, Mary varð ólétt og nokkrum mánuðum
síðar eignuðust þau son sem var skírður Todd.
Það kom síðan í hlut hins unga föður að ala Todd upp þar sem Mary
var auðvitað dæmd í fangelsi fyrir... Lesa meira
Þegar Donny var unglingur varð hann yfir sig ástfanginn af kennaranum
sínum, henni Mary. Slíkt hendir oft óharðnaða unglingsstráka, en þau
Donny og Mary gengu of langt, Mary varð ólétt og nokkrum mánuðum
síðar eignuðust þau son sem var skírður Todd.
Það kom síðan í hlut hins unga föður að ala Todd upp þar sem Mary
var auðvitað dæmd í fangelsi fyrir ósiðlegheitin.
Þrátt fyrir að vera gjörsamlega óhæfur faðir tókst Donny samt einhvern
veginn að koma Todd til vits og ára, en þegar Todd var orðinn átján
ára lét hann sig hverfa úr umsjá föður síns og hafa þeir feðgar ekki
sést síðan.
Dag einn þegar Donny er að skoða blöðin og velta því fyrir sér hvernig
hann eigi að fara að því að borga skattana sína, sem eru fyrir löngu
komnir á gjalddaga, rekst hann á brúðkaupsmynd af Todd og sér
jafnframt að hann er nú orðinn velstæður viðskiptamaður.
Þar með kviknar sú hugmynd hjá Donny hvort Todd sé ekki einmitt
maðurinn sem hann ætti að heimsækja ...... minna