Dredd stiklan útdeilir réttvísinni

Innan um alla sumarsmellina, framhöldin og Óskarsbeiturnar liggur lítil vísindarskáldsögu-endurgerð að nafni Dredd sem dregur á eftir sér þann djöful að hafa ansi súra Sylvester Stallone-kvikmynd deila efniviðnum. Báðar eru þær þó byggðar á myndasöguhetjunni Judge Dredd og er sögusvið myndanna framtíðar-borgin Mega-City One, en þar enda líkindin. Í Dredd hefur nýtt eiturlyf, augljóslega kallað ‘Slo-mo’, heltekið undirheima borgarinnar og glæpakvendið Ma-Ma sölsað öll völd. Dómarinn Dredd og lögreglulið sitt þurfa þá að stökkva beint inn í gin ljónsins og klífa upp stiga höfuðstöðva Ma-Ma. Myndin virðist þá setja upp hendurnar og hreinlega herma eftir biluninni sem var The Raid: Redemption.

Karl Urban nær Stallone frábærlega sem Dredd, Olivia Thirlby er Dómari Anderson og 300-drottningin Lena Headey er hin illa Ma-Ma. Alex Garland skrifar handritið og Pete Travis leikstýrir.

Myndin var tekin upp í þrívídd og heimurinn mótaður eftir myndasögunum í bland við Blade Runner og A Clockwork Orange. Eftir að tökum lauk hins vegar var leikstjóranum meinaður aðgangur að klippiherberginu og handritshöfundurinn tók við eftir mikinn ágreining á milli framleiðenda og stjórnenda.
Allt virðist þó vera klappað og klárt núna og ef allir halda vináttuböndunum kemur Dredd út 21. september næstkomandi.