Draugar fortíðar elta Penn – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu mynd Sean Penn, The Gunman, var frumsýnd í dag, en í myndinni leikur Penn sérsveitarmann sem glímir við drauga fortíðar, sem honum hefur tekist að fela fyrir kærustunni, sem Jasmine Trinca leikur.

sean_penn_the_gunman_a_l

Í myndinni koma einnig við sögu gæðaleikarar eins og Idris Elba, Javier Bardem og Ray Winstone.

Nánar tiltekið fjallar myndin um Martin Terrier sem er leigumorðingi sem vill hætta í bransanum og lifa lífinu með kærustunni. Áætlun hans fer úrskeiðis þegar fyrirtækið sem hann vinnur fyrir reynist svikult. Fljótlega, þá hefst blóðugt ferðalag um Evrópu með tilheyrandi dauðsföllum.

 

Myndin er kvikmyndagerð á skáldsögu eftir Jean-Patrick Manchette, og leikstjóri er Pierre Morel, sem leikstýrði Taken. Myndin kemur í bíó 20. mars 2015.