Dr. Wu snýr aftur í Jurassic World

Leikstjóri fjórðu myndarinnar um Júragarðinn, Colin Trevorrow, var í viðtalið hjá IGN fyrir stuttu, þar talaði hann lauslega um handritsgerð myndarinnar, töfina á framleiðslunni og síðast en ekki síst staðfesti hann að BD Wong muni snúa aftur í hlutverki sínu sem Dr. Henry Wu.

bdwong

„Ég veit að áðdáendur vilja sjá upprunalegu persónurnar aftur, en það gengur ekki alltaf upp. En ég get staðfest að það er ein persóna úr fyrstu myndinni sem snýr aftur, þetta hefur ekki verið opinberað, en BD Wong mun leika Dr. Henry Wu á ný í fjórðu myndinni. Saga Dr. Wu var mun veigameiri í bókinni, þar sem hann var aðal vísindamaðurinn í Júragarðinum og lifði í skugga Hammond.“ sagði Trevorrow.

Framhaldsmyndin Jurassic World gerist 22 árum á eftir atburðunum í fyrstu Jurassic Park-myndinni. Þetta verður fjórða myndin í seríunni og verður hún frumsýnd 2015, þegar einmitt 22 ár verða liðin síðan fyrsta myndin kom út árið 1993.

Ekki er búið að ráða í aðalhlutverkið en viðræður hafa staðið yfir við Chris Pratt. Hann myndi leika fyrrum hermann sem er að hitta persónu sem Bryce Dallas Howard leikur. Josh Brolin var upphaflega orðaður við hlutverkið. Ty Simpkins, þekktastur fyrir hlutverk sitt í Iron Man 3, og Nick Robinson hafa einnig þegar verði ráðnir í leikarahópinn.