Doctor Strange sigraði fjórar nýjar myndir

Marvel ofurhetjan Doctor Strange gerði sér lítið fyrir og hélt sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, aðra vikuna í röð, þrátt fyrir að fjórar nýjar myndir hafi verið frumsýndar um helgina.

Ný mynd er einmitt í öðru sæti listans, spennutryllirinn The Accountant með Ben Affleck í aðalhlutverki en í þriðja sæti er fyrrum toppmynd listans, teiknimyndin Tröll.

doctor-strange-mynd

Aðrar nýjar myndir á lista eru stríðsmyndin Hacksaw Ridge eftir Mel Gibson, sem fór beint í fjórða sæti listans, teiknimyndin Sjöundi dvergurinn fór beint í áttunda sætið, og orkuboltinn ósigrandi Max Steel fór beint í 13. sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice