Djassbíó á Íslandi tekur fyrir Chet Baker og Billie Holiday

Sigurður Flosason verður með djassbíónámskeið í lok mars sem haldið er á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands í samstarfi við Bíó Paradís.  Djassbíónámskeiðið mun fjalla um tvær djasshetjur, Billie Holiday og Chet Baker.

Að því tilefni verður kvikmyndin Lady sings the blues frá 1972 sýnd, en hún er eftir Sidney J. Furie með Diana Ross í hlutverki Billie Holiday. Einnig verður sýnd listræna heimildamyndin Let’s get lost frá 1988. Í henni er Chet Baker í aðalhlutverki, en leikstjóri er Bruce Weber.

Námskeiðið er byggt á tveimur fyrirlestrarkvöldum sem eru haldin í húsnæði Endurmenntunar HÍ að Dunhaga 7 en einnig verða bíósýningar í Bíó Paradís. Sigurður hélt samskonar námskeið síðastliðið haustmisseri en þá voru myndirnar Bird og Round Midnight teknar fyrir. Það námskeið hlaut mjög góða dóma.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 20. mars. Skráningarfrestur til 13. mars. Áhugasamir geta klikkað hér fyrir nánari upplýsingar.

Stikk: