Django sleppir út stiklu

Það eru yfirleitt jól hjá kvikmyndaunnendum þegar Quentin Tarantino færir okkur glænýja mynd úr magnaða heilabúi sínu, og þeir sem búa í Bandaríkjunum munu fá tvöfalda ánægju úr hátíðunum í ár vegna þess að nýjasta myndin hans er akkúrat frumsýnd  um jólin vestanhafs. Því miður neyðumst við Íslendingar til að bíða í heilan mánuð í viðbót.

Django Unchained verður frumsýnd hérlendis í lok janúar á næsta ári, og hér sjáið þið fyrstu stikluna, sem ætti klárlega að kitla Tarantino-aðdáandann í ykkur. Augljóslega er snillingurinn á heimavelli hérna, og vestravæbið er alltaf meðhöndlað af mikilli umhyggju. Með aðalhlutverkin fara Jamie Foxx, Christoph Waltz, Leonardo DiCaprio og Kerry Washington. Getur nokkuð maður sagt að þetta hljómi eitthvað illa?
Svona í alvörunni?

Allir eru kvattir til að kommenta hvað þeim finnst! Segir sig kannski sjálft.

Smelltu einu like-i á þessa frétt ef þessi stikla gerði þig spenntari fyrir myndinni. Hlöðum okkur nú saman í stóra og flotta tölu.