Disney sker niður

Sumarið er búið að vera stútfullt af stórmyndum. Má þar telja Man of Steel, Iron Man 3 og Pacific Rim. Oft á tíðum eiga nokkrar myndir það til að heltast úr lestinni og á það einmitt við í tilviki Disney-myndarinnar The Lone Ranger, með Johnny Depp og Armie Hammer í aðalhlutverkum.

Þegar talinn er með framleiðslukostnaður og markaðssetning þá kostaði The Lone Ranger á bilinu 375-400 milljónir dollara. Þessi kostnaður er gífurlegur vegna þess að kvikmyndin hefur ekki staðið undir kostnaðinum og er í 190 milljón dala tapi. Þetta hefur þær afleiðingar í för með sér að Disney fer að endurskoða næstu verkefni. Eitt af þeim verkefnum er fimmta Pirates of the Caribbean-myndin. Minna traust er sett á framleiðanda myndarinnar, Jerry Bruckheimer, og stjörnuna Johnny Depp.

Þó að Disney sé ekki hætt við gerð myndarinnar þá hafa þeir sett nýja punkta í samning við Jerry Bruckheimer. Disney vill setja minni pening í verkefnið og klippa myndina eftir sínu höfði. Sumum gæti fundist þetta ósanngjarnt, á þeim grundvelli að Pirates kvikmyndirnar eru sannkallaðar gullnámur og halaði síðasta Pirates-mynd inn milljarði dala.

lone ranger tonto johnny depp The Lone Ranger Failure May Cost Jerry Bruckheimer Big Budget & Final Cut on Pirates 5

Johnny Depp sagði í viðtali á dögunum að ástæðu slæmrar aðsóknar á The Lone Ranger mætti rekja til gagnrýnenda, sem slátruðu myndinni áður en hún fór í almennar sýningar.

Margir vilja meina að þetta eigi ekki við rök að styðjast hjá Depp, því Pirates-myndirnar hafa allar fengið miðlungs og slæma dóma en allar halað inn gífurlegum pening.

Pirates of the Caribbean 5 verður sýnd í kvikmyndahúsum árið 2015.