Del Toro fer með Hulk í sjónvarp

Nú á dögunum var tilkynnt að græni risinn Hulk fengi sinn eigin sjónvarpsþátt, en lítið annað fylgdi fréttinni. En komið hefur í ljós að enginn annar en Guillermo Del Toro hefur samþykkt að vinna að þróun þáttarins. Del Toro, sem leikstýrði myndum á borð við Pan’s Labyrinth og Hellboy, mun eiga hönd í að skapa söguna sem og leikstýra fyrsta þættinum. Einnig mun hann hafa mikið að segja um hvernig Hulk sjálfur lítur út í þáttunum.

Ekki er búist við að Hulk sjónvarpsþættirnir sjái dagsins ljós fyrr en árið 2012, en það sama ár birtist risinn í stórmyndinni The Avengers.

– Bjarki Dagur