De Niro og Stallone boxa í Grudge Match – Fyrsta stikla!

grudge..Fyrsta stiklan er komin úr box-gamanmyndinni Grudge Match, með gömlu box-leikurunum Sylvester StalloneRocky ) og Robert De NiroJake LaMotta ).

Söguþráðurinn er á þá leið að Henry „Razor“ Sharp og Billy „The Kid“ McDonnen, börðust tvisvar þegar þeir voru ungir og unnu hvor sinn sigurinn, en þriðji bardaginn, úrslitaviðureignin, átti sér aldrei stað.

Síðan er spólað áfram um 30 ár og gömlu óvinirnir koma saman til að slást í síðasta skipti í úrslitabardaga.

Aðrir helstu leikarar eru Kevin Hart, Alan Arkin, John Bernthal og Kim Basinger og leikstjóri er Peter Segal.

stallone

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum um næstu jól.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan og sjáðu Stallone gera sig líklegan til að slá í kjötskrokk á ný, með tilvísun í, að sjálfsögðu; Rocky myndirnar:

Stikk: