Coriolanus – Stikla

Ný stikla úr Coriolanus er komin á netið. Myndin er fyrsta leikstjórnarverkefni Ralph Fiennes, og er byggð á leikriti Shakespeares sama nafni, sem aftur byggði á sannsögulegum atburðum. Hún fjallar um Rómverskan leiðtoga, Coriolanus, er leitar hefnda á fyrrum heimalandi sínu eftir að hann fellur í ónáð. Handritshöfundurinn John Logan aðlagaði stykkið, en hann á að baki myndirnar Gladiator og The Last Samurai. Ralph Fiennes fer með titilhlutverkið, og Vanessa Redgrave, Jessica Chastain og Gerard Butler fara með önnur hlutverk. Hér er sýnishornið:

Ég verð að viðurkenna að mér fannst þessi nálgun heppnast furðulega vel. Minnti ölítið á Romeo + Juliet Baz Luhrmans, hvernig sviðsmynd og búningar eru gerðir nútímalegir, en engu öðru breytt. Spennandi verður að sjá útkomuna…