Chastain horfði á bannaðar myndir sem barn

IT: Chapter 2 leikkonan Jessica Chastain segir að mamma hennar hafi ekki alltaf verið „ofur ábyrg“ þegar hún var barn, þannig að Chastain fékk að horfa á kvikmyndir sem voru bannaðar, þó svo hún hafi haft af þeim beig. Chastain segir: „Ég horfði á The Exorcist með mömmu þegar ég var mjög lítil. Mamma átti […]

Fyrsta stiklan úr The Huntsman: Winter´s War

Fyrsta stiklan úr ævintýramyndinni The Huntsman: Winter´s War, sem er framhald Snow White and the Huntsman, er komin út. Chris Hemsworth og Charlize Theron snúa aftur í hlutverkum sínum. Hemsworth sem Eric en Theron sem illa drottningin Ravenna. Á meðal annarra leikara eru Emily Blunt og Jessica Chastain. Leikstjóri er Chedric Nicolas-Troyan. Myndin er væntanleg […]

Fyrsta myndin úr The Martian

Fyrsta ljósmyndin úr The Martian í leikstjórn Ridley Scott er komin á netið. Þar sést Matt Damon í hlutverki geimfarans Mark Watney.  Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Damon klæðist geimbúningi því hann fór með hlutverk Dr. Mann í Interstellar. The Martian er byggð á skáldsögu Andy Weir og fjallar um geimfara sem er talinn […]

Chastain hægri hönd Cruise í MI5?

Mission Impossible 5 er væntanleg í bíó á Jóladag árið 2015. Tom Cruise snýr aftur í aðalhlutverkinu og leikstjóri er sá sami og stýrði Cruise í Jack Reacher, Christopher McQuarrie. Nýjustu fregnir herma að Jessica Chastain sé nú orðuð við aðalkvenhlutverk myndarinnar, en fréttinni fylgja engar nánari upplýsingar um hlutverkið, nema að persónan yrði hægri […]

Chastain í stórri hrollvekju del Toro

Jessica Chastain, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Zero Dark Thirty, og sást nú síðast í hrollvekjunni Mama, sem frumsýnd verður á Íslandi 10. maí nk., ætlar að leika í mynd Guillermo del Toro, Crimson Peak. Del Toro var einmitt framleiðandi Mama. Del Toro er um þessar mundir að sanka að sér […]

Chastain gæti orðið Jane í Tarzan

Jessica Chastain, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Zero Dark Thirty, er nú orðuð við hlutverk Jane í mynd um Tarzan apabróður, sem Harry Potter leikstjórinn David Yates er með í undirbúningi og Warner Bros framleiðir. Myndin verður gerð eftir frægri sögu Edgar Rice Burroughs um drenginn sem alinn var upp í […]

Tvöfaldur sigur Chastain – vonbrigði hjá Wahlberg og Schwarzenegger

Bandaríska leikkonan Jessica Chastain sýndi þeim Mark Wahlberg og Arnold Schwerzenegger hvar Davíð keypti ölið, í samkeppninni um áhorfendur í bíó í Bandaríkjunum um helgina. Tvær myndir leikkonunnar, Mama og Zero Dark Thirty, voru í fyrsta og öðru sæti miðasölulistans vestra um helgina. Mynd Mark Wahlberg, Broken City, fékk verstu byrjun allra mynda Wahlbergs síðustu […]

LaBeouf og Hardy brugga landa

Lawless, nýjasta mynd Ástralska leikstjórans John Hillcoat var að fá nýja stiklu. Myndin gerist á bannárunum í Virginiafylki, og fjallar um þrjá bræður sem drýgja tekjur sýnar með því að selja landa. Í hlutverkum bræðranna eru Tom Hardy, Shia LaBeouf og Jason Clarke. Auk þeirra fer Gary Oldman með hlutverk mafíósans sem þeir skipta við, […]

Coriolanus – Stikla

Ný stikla úr Coriolanus er komin á netið. Myndin er fyrsta leikstjórnarverkefni Ralph Fiennes, og er byggð á leikriti Shakespeares sama nafni, sem aftur byggði á sannsögulegum atburðum. Hún fjallar um Rómverskan leiðtoga, Coriolanus, er leitar hefnda á fyrrum heimalandi sínu eftir að hann fellur í ónáð. Handritshöfundurinn John Logan aðlagaði stykkið, en hann á […]

Jessica Chastain í Horizons með Cruise

Jessica Chastain hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Mest áberandi var hlutverk eiginkonu Brad Pitt í mynd Terence Malick, The Tree of Life, en auk hennar hafa 5 aðrar myndir með Chastain í stórum hlutverkum komið út á árinu; The Debt (ásamt Sam Worhtington), Wilde Salome (Eftir Al Pacino), Coriolanus (Eftir Ralph Fiennes), […]