Conan the Barbarian: Ný umfjöllun

Tómas Valgeirsson er búinn að fara á Conan The Barbarian í bíó og er búinn að skrifa gagnrýni og birta hér á vefnum. Hann gefur myndinni fremur slaka dóma, eða fjórar stjörnur af tíu mögulegum, og yfirskriftin er: Blóðug þunnildi.

„Conan the Barbarian er að vísu önnur tilraunin til þess að segja þessa sögu, en bara svo fólk átti sig á því þá er hún ekkert að reyna að feta í fótspor Schwarzenegger-myndarinnar (svona ef þið skilduð líta á þá mynd sem einhvers konar guðatákn, sem óvenjulega margir gera). Þessi mynd reynir að fara meira eftir verkum Roberts E. Howard, sem er góð stefna í sjálfu sér því ég hefði engan veginn nennt að horfa á aðra útgáfu af gömlu myndinni. Kannski hefði það samt verið betra því myndin sem ég fékk í staðinn var grunn og spennulaus uppskriftarhrúga sem hafði einungis nokkrar djúsí ofbeldissenur og fínan aðalleikara,“ segir Tómas meðal annars í gagnrýni sinni.

Smellið hér til að lesa gagnrýnina í heild sinni.