Final Destination 5: Ný gagnrýni!

Tómas Valgeirsson fór að sjá fimmtu Final Destination myndina og er búinn að birta gagnrýni hér á kvikmyndir.is. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur af tíu mögulegum og er ánægðari með myndina en mynd númer 4: „Final Destination 5 hefur sinn skammt af kostum og mér til gríðarlegrar ánægju kom hún aðeins betur út heldur en draslmyndin sem sú fjórða var. Opnunarsenan þar sem brúin hrynur í sundur er skemmtilega brjáluð og vel gerð, og svo eru dauðaatriðin líka hugmyndaríkari heldur en síðast. Mér finnst eitthvað svo skrýtið við það að leggja sérstaka áherslu á það að hrósa dauðaatriðum í bíómynd, en í þessari seríu gerir maður oftast ekkert annað en að bíða og sjá hvernig næsta fórnarlamb fær að kenna á því. Okkur er hvort eð er sama um allar persónur. Ég fékk samt leið á þessari formúlu þegar ég horfði á mynd nr. 2,“ segir Tómas meðal annars.

Hann segir að myndin nái ekki að vera með ógeðfelldari dráp en mynd númer þrjú: „Annars held ég að þriðja myndin eigi enn heiðurinn á ógeðfelldustu drápunum.“

Ýttu hér til að lesa umfjöllunina í heild sinni.