Náðu í appið
91
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Final Destination 5 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. ágúst 2011

This Summer, death decides how... fate decides when.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Þegar ungt skólafólk hyggur á rútuferðalag skynjar einn ferðalangurinn að ekki er allt með felldu þegar rútan er kominn hálfa leið yfir San Francisco brúnna. Hann gerir það ótrúlega og nær að sannfæra félaga sína um að fylgja sér og snúa við. Öllum að óvörum fellur brúin með tilheyrandi dauðsföllum, en þau sleppa. Ætla mætti að allir yrðu... Lesa meira

Þegar ungt skólafólk hyggur á rútuferðalag skynjar einn ferðalangurinn að ekki er allt með felldu þegar rútan er kominn hálfa leið yfir San Francisco brúnna. Hann gerir það ótrúlega og nær að sannfæra félaga sína um að fylgja sér og snúa við. Öllum að óvörum fellur brúin með tilheyrandi dauðsföllum, en þau sleppa. Ætla mætti að allir yrðu hæstánægðir með slíka niðurstöðu þ.e. að fólk nái að sleppa úr lífsháska en svo er ekki þegar dauðinn á í hlut. Það svíkur enginn dauðann!... minna

Aðalleikarar

Sama uppskrift, dass af nýju hráefni. Lítill munur
Það er því miður venja hjá hryllingsmyndaseríum að gera sama hlutinn aftur og aftur, en Final Destination-serían er sú eina sem ég veit um sem hefur fjórum sinnum endurgert fyrstu myndina. Á sínum tíma fannst mér hún frumleg og vel heppnuð og að vissu leyti er hún það ennþá. Bara verst að það er ekki hægt að horfa á hana án þess að hugsa til þess að þessari ágætu hugmynd hefur verið misnotað fram og aftur þangað til að ekkert nema pirringur kemur upp í hugann þegar maður hugsar til hennar. Aðstandendum myndanna finnst pyntingarklámið greinilega vera orðið þreytt og óspennandi. Drápsklám virðist vera málið!

Final Destination 5 hefur sinn skammt af kostum og mér til gríðarlegrar ánægju kom hún aðeins betur út heldur en draslmyndin sem sú fjórða var. Opnunarsenan þar sem brúin hrynur í sundur er skemmtilega brjáluð og vel gerð, og svo eru dauðaatriðin líka hugmyndaríkari heldur en síðast. Mér finnst eitthvað svo skrítið við það að leggja sérstaka áherslu á það að hrósa dauðaatriðum í bíómynd, en í þessari seríu gerir maður oftast ekkert annað en að bíða og sjá hvernig næsta fórnarlamb fær að kenna á því. Okkur er hvort eð er sama um allar persónur. Ég fékk samt leið á þessari formúlu þegar ég horfði á mynd nr. 2.

Það þekkja þetta allir núna:

- Uppstilling - SLYS!!
- Úps, þetta var bara sýn hjá einum karakter.
- Hann forðar sér ásamt öðru fólki sem eltir hann. Allir pirrast þangað til að þeir verða vitni af slysinu.
- Útför. Fólk er enn áttavillt.
- "Handahófskenndir" dauðdagar byrja, og myndin brosir framan í þig eins og smákrakki sem er nýbúinn að læra á koppinn.
- Aðalkarakterinn fer eitthvað að bulla um mynstur.
- Fleiri dauðdagar sem allir eru byggðir upp þannig að þú heldur að eitthvað eitt gerist, en svo gerist eitthvað allt annað til að "sjokkera" þig.
- Myndirnar enda oftast á því að persónurnar halda að þær hafa náð að svindla á dauðaáætluninni en svo kemur annað í ljós.

Final Destination 5 fer sterkt eftir uppskrift nema þangað til í lokaþriðjungnum. Þá allt í einu ákveður hún að krydda upp á þetta með því að bæta einhverju nýju hráefni í þetta. Á þeim tímapunkti þar sem ég fann fyrir einhverju öðruvísi var ég byrjaður að líka við það sem ég sá. Ég man ekki hvenær það gerðist seinast í Final Destination-mynd þar sem ég vissi ekki nákvæmlega hvert hún stefndi.

Allt "dreptu-eða-vertu-drepinn" plottið var nokkuð áhugavert en verst er að myndin notfærði sér það ekki fyrr en á seinustu stundu, þegar mjög lítið var eftir af myndinni. Hefði þessi hugmynd verið kynnt fyrr þá er ótakmarkað hvað nýju möguleikarnir hefðu getað gert myndina svo miklu betri. Endirinn fannst mér svo nokkuð ódýr og asnalegur, og var þá mjög góðri hugmynd sóað bara með því sem gerðist þá.

Leikararnir eru allir grútlélegir nema þrír einstaklingar: David Koechner ("Whamee!"), Miles Fischer (óformlegt afkvæmi Christians Bale og Tom Cruise) og P.J. Byrne (klassíski lúðinn. Bara fyndnari núna). Flestir fara allir með sínar línur eins og stjarfar dúkkur og verða alvarlegustu senurnar sjaldnast sannfærandi. Drápin eru heldur ekki jafn hugmyndarík miðað við hversu langt er liðið á þessa seríu. Sá allra eftirminnilegasti viðkemur fimleikastelpu. Annars held ég að þriðja myndin eigi enn heiðurinn á ógeðfelldustu drápunum. Segir það ekki svolítið að seinustu tvær myndirnar (eða fjórar!) hafi verið ónauðsynlegar og rúmlega það?

Titillinn á fjórðu myndinni LAUG!

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skárri... en er ekki komið nóg?
The Final Destination-serían setur sér mjög einföld markmið, að skemmta með slatta af drápum. Hinsvegar hefur þessi ,,skemmtun‘‘ sem þessar myndir eiga að lofa dalað helvíti mikið seinustu myndirnar. Fjórða myndin er bara apagubb sem er svo einhæf og bara- hræðileg að ég skil ekki hvað ég var að sjá þessa mynd fyrir. Þriðja myndin er svo engin snilld heldur og virkilega slöpp. Fyrstu tvær voru þó ágætar og maður gat alveg skemmt sér að þeim.
Fimmta myndin er meira eins og þær heldur en apagubbin seinustu og því er mun skemmtilegra að fylgjast með. Ekki búast við góðri mynd, ég er alls ekki að segja það.

Hinsvegar hefur þessi mynd bætt MJÖG mikið og í stað þess að sýna dráp eftir dráp reynir hún að gera eitthvað öðruvísi með ákveðnu tvisti sem gefur myndinni mjög fína tilbreytingu. Svo er líka ágætt að hún reynir að vera fyndin (reyndar stundum óviljandi) sem hittir stundum í mark eða ekki, reyndar bæði jafn mikið en mjög fínn kostur að hafa húmor í sér sem hinar myndirnar hafa ekki (nema grill-atriðið í nr.2. Klassík!). Drápin eru líka mjög fín og alveg hægt að hafa gaman að þeim og hlægja yfir því hversu langsótt þau eru. En það mætti laga tölvubrellurnar aðeins meira og drullisti til að kaupa gerviblóð! Þetta tölvublóð er vægast sagt lélegt... Nýjasta Rambo slapp kannski þar en ekki þessi mynd.

Svo eru það gallarnir sem eru talsverðir eins og við mátti búast. Í fyrsta lagi, og fylgir það hefð seríunnar, eru aðalleikararnir langt frá því að vera klassaleikarar. Ekki sársaukafullt lélegt en samt lélegt. Verstur var þó aðalkarakterinn og Tom Cruise Jr. Enda áttu þeir mesta skjátímann. Svo eru samtölin mjög tilgerðarleg og minnir mig vægast sagt á sápuóperu sem reynir að rifja allt upp sem gerðist á undan.
Semsagt, lítil persónusköpun sem engin og slöpp samtöl sem lætur mann bara bíða eftir næsta drápsatriðinu. Myndin er ágætlega stutt og reyndar alltaf eitthvað smá að gerast en þrátt fyrir lélegar frammistöður, léleg samtöl og fremur slappar brellur eru það drápin sem við komum fyrir og þau standa fyrir sínu. Einhvernveginn er aldrei nóg að drepa einhvern einfaldlega og alltaf meira og meira sem gerist en ég kvarta alls ekki undan því. Annar kostur er að ég gat eiginlega aldrei vitað hvað myndi endanlega drepa þau og kom það oftast á óvart.

Svosem ágæt viðbót í fremur slappa seríu en ekkert nýtt. En ef þú fílar drápsatriðin og finnst þau jafnvel fyndin er þessi mynd ekki svo slæm fyrir þig en það eru auðvitað mun betri myndir í bíó.

5/10
Endirinn á eftir að fara misjafnt í fólk. Ég veit það ekki, þúsundsinnum betri en seinustu tveir en tja... Nei, virkaði ekkert allt of vel. En Montage-ið var samt góð hugmynd og gaf myndinni þennan kick-ass endi sem myndin græddi alveg á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.08.2014

Móðir náttúra í aðalhlutverki

Það má segja að móðir náttúra sé í aðalhlutverki í hamfaramyndinni Into the Storm sem frumsýnd er í kvöld. Myndin þykir afar vel gerð þar sem stanslaus spenna og mikill hasar fær áhorfendur til að grípa andann ...

31.12.2011

Kvalafyllstu dauðdagar allra tíma!

Það er ekki leiðinlegt að enda árið á enn einum tryllta topplistanum, sem að þessu sinni mætti kalla tröllvaxna Notenda-Tíu. Núna er innihald listans ekki byggt alfarið á skoðunum mínum heldur hef ég safnað saman ...

01.09.2011

Final Destination 5: Ný gagnrýni!

Tómas Valgeirsson fór að sjá fimmtu Final Destination myndina og er búinn að birta gagnrýni hér á kvikmyndir.is. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur af tíu mögulegum og er ánægðari með myndina en mynd númer 4: "Final Dest...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn