The Greatest Movie Ever Sold – ný gagnrýni!

Tómas fór á heimildamyndina The Greatest Movie Ever sold og er búinn að skrifa umfjöllun um hana hér inn á kvikmyndir.is. Tommi splæsir 7 stjörnum af 10 mögulegum í myndina, og segir í fyrirsögn að myndin sé Langur brandari sem heldur samt athygli.

„Mér finnst frábært að sjá Morgan Spurlock tækla mynd sem fjallar um vörumerkingar og það öfgafulla stig sem auglýsingar eru komnar á. Spurlock er nú þekktur fyrir að gera sérstakar tilraunir, oftast með sjálfan sig í miðjunni, og núna hefur hann ákveðið að fjármagna heila mynd með því að nota einungis fyrirtæki vörumerkja sem styrktaraðila. Þetta er fyrst og fremst gert í grínsskyni og líka til að senda einhver skilaboð til Hollywood. Það áhugaverða við þessa framleiðslu er að svona 70% af lengdartímanum fer í það að sýna hvernig lokaafraksturinn varð til, sem er gríðarlega spes!,“ segir Tommi meðal annars í umfjöllun sinni.

Smellið hér til að lesa umfjöllunina í heild sinni.
Ef þú misstir af því að lesa umfjöllun kvikmyndir.is um Q&A, eða spurningar og svör, kvöldið með Morgan Spurlock á miðvikudaginn síðasta þá er nóg að smella hér til að lesa.