Cagney & Lacey leikari látinn

paul manteeHinn gamalreyndi leikari Paul Mantee úr sjónvarpsþáttunum Cagney & Lacey er látinn, 82 ára að aldri. Mantee var einnig þekktur fyrir leik sinn í myndinni Robinson Crusoe on Mars auk þess sem hann gaf út tvær skáldsögur.

Best þekktur var Mantee fyrir leik sinn í hlutverki rannsóknarlögreglumannsins Al Corassa í lögregluþáttunum Cagney & Lacey, sem voru framleiddir á árunum 1983-1988. Með hlutverk Cagney & Lacey fóru þær stöllur Tyne Daly og Sharon Gless.  Mantee lék einnig í sjónvarpsþáttunum Murder She Wrote, Seinfeld, Kojak, Mission Impossible, The A Team og The Fall Guy.

Aðrar bíómyndir sem hann lék í voru Memorial Day, Apollo 13, The Great Santini og They Shoot Horses, Don’t They?

Mantee lærði upphaflega blaðamennsku, fór svo í herinn í fjögur ár þegar Kóreustríðið stóð sem hæst og þaðan lá leiðin í Berkeley háskólann í Kaliforníu. Eftir það flutti hann til Hollywood og gerðist leikari.

Hann lætur eftir sig fjórðu eiginkonu sína Suzy Davis Mantee. 

 

Cagney & Lacey leikari látinn

paul manteeHinn gamalreyndi leikari Paul Mantee úr sjónvarpsþáttunum Cagney & Lacey er látinn, 82 ára að aldri. Mantee var einnig þekktur fyrir leik sinn í myndinni Robinson Crusoe on Mars auk þess sem hann gaf út tvær skáldsögur.

Best þekktur var Mantee fyrir leik sinn í hlutverki rannsóknarlögreglumannsins Al Corassa í lögregluþáttunum Cagney & Lacey, sem voru framleiddir á árunum 1983-1988. Með hlutverk Cagney & Lacey fóru þær stöllur Tyne Daly og Sharon Gless.  Mantee lék einnig í sjónvarpsþáttunum Murder She Wrote, Seinfeld, Kojak, Mission Impossible, The A Team og The Fall Guy.

Aðrar bíómyndir sem hann lék í voru Memorial Day, Apollo 13, The Great Santini og They Shoot Horses, Don’t They?

Mantee lærði upphaflega blaðamennsku, fór svo í herinn í fjögur ár þegar Kóreustríðið stóð sem hæst og þaðan lá leiðin í Berkeley háskólann í Kaliforníu. Eftir það flutti hann til Hollywood og gerðist leikari.

Hann lætur eftir sig fjórðu eiginkonu sína Suzy Davis Mantee.