Battleship floppar í USA

Það lítur allt út fyrir að Battleship floppi illilega í Bandaríkjunum eftir að hafa aðeins grætt samtals 9,1 milljónir dollara þegar hún var frumsýnd vestanhafs í gær. Spár helgarinnar gefa til kynna að Battleship muni græða um 25,1 milljónir dollara, en Universal ásamt leikstjóra myndarinnar, Peter Berg, höfðu áður sagt að þau vonuðust til þess að myndin myndi græða 35-40 milljónir dollara yfir opnunarhelgina.

Battleship hefur nú þegar grætt 220 milljónir dollara á heimsvísu, en myndin sjálf kostaði 209 milljónir dollara, en þá er ekki tekið með í reikninginn gríðarlega kostnaðarsöm markaðsherferð sem lagt var í um heim allan. Fjölmiðlar eru farnir að líkja Battleship við sambærilegt flopp John Carter sem var frumsýnd á vegum Disney fyrr á árinu, en sú mynd olli 200 milljón dollara tapi hjá Disney.

 

Universal höfðu gert ráð fyrir um 70 milljónum dollara í kassann til lengri tíma litið frá kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og því er þessi opnunarhelgi mikil vonbrigði fyrir fyrirtækið. Helsta ástæða floppsins er talin vera sú að markaðsherferð myndarinnar hafi ekki náð til yngri kynslóðarinnar, þar sem Battleship er í raun leikur sem er vinsæll meðal einstaklinga 25 ára og eldri. Önnur pæling er sú að myndin sé einfaldlega ekki nógu góð, en það er langt síðan hún var frumsýnd í Evrópu og Asíu og dómarnir hafa ekki beint verið framúrskarandi.

Hvað segið þið, á Battleship skilið að floppa eftir að hafa eytt dýrmætum 131 mínútum af ævi okkar í eintóma vitleysu ? Persónulega hafði ég gaman af henni og held að þetta sé akkúrat mynd sem maður þarf að sjá í bíó, þannig að þetta kemur mér á óvart.

Stikk: