Banderas og Griffith skilja

griffithLeikarahjónin Melanie Griffith og Antonio Banderas eru að skilja. Griffith sótti um skilnað frá eiginmanninum í dag föstudag, í Los Angeles, samkvæmt vefmiðlinum Entertainment Weekly. Ástæðan er sögð ósættanlegur ágreiningur.

Hjónin voru gift í 18 ár. Griffith, sem er 56 ára, óskar samkvæmt vefsíðunni, eftir lífeyri frá eiginmanninum, sem er 53 ára. Einnig vill hún forræði yfir 17 ára gamalli dóttur þeirra, Stella, en Banderas ku eiga að fá að heimsækja dótturina. Hjónin léku saman í rómantísku gamanmyndinni Two Much, árið 1995.

Griffith, sem sló í gegn í myndinni Working Girl, er þar með á leið í sinn fjórða skilnað. Hún giftist Miami Vice leikaranum Don Johnson tvisvar, en þau eiga saman dótturina Dakota Johnson, 24 ára. Þá var hún gift Scarface leikaranum Steven Bauer, en með honum á hún 28 ára gamlan son, Alexander Bauer. Þetta er annar skilnaður Banderas, en Desperado stjarnan skildi við fyrstu eiginkonu sína, Ana Leza, árið 1996, eftir níu mánaða hjónaband.