Avery úr Fletch látinn

Los Angeles Premiere of 20th Century Fox's "I, Robot" - ArrivalsJames Avery, hinn þéttvaxni leikari sem lék dómarann Philip Banks í sjónvarpsþáttunum The Fresh Prince of Bel-Air, er látinn.

Fjölmiðlafulltrúi leikarans, Cynthia Snyder, sagði fréttastofunni The Associated Press að leikarinn hafi látist í gær, þriðjudag. Dánarorsök er óljós að svo stöddu. Avery var 65 ára gamall.

Avery lék frænda Will Smith í þáttunum sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Hann lék einnig í kvikmyndum eins og Fletch, The Prince of Egypt og 8 Million Ways to Die.

Sjáðu hann í hlutverki sínu í gamanmyndinni frábæru Fletch hér fyrir neðan: