Mjög áreiðanlegar heimildir segja frá því að lokuð forsýning á Avatar hafi verið haldin í gær fyrir HFPA (Hollywood Foreign Press Association) og að viðbrögð hafi verið hreinlega með ólíkindum.
Blaðamenn eru byrjaðir að slúðra um það að eftir þessa tilteknu forsýningu og umtalið sem fylgdi strax í kjölfarið gæti myndin átt séns inn á Golden Globe-verðlaunahátíðina á næsta ári (sem gæti mögulega leitt til Óskars). Það er auðvitað bókað mál að ræman láti sjá sig á Óskarnum og jafnvel vinni fyrir tæknibrellur (annað væri soddan glæpur) en þeir hjá HFPA eru sannfærðir um að hún eigi erindi í flokkana „Besta drama“ og „Besti leikstjóri.“ Þessi nefnd viðurkennir sjálf að það að tala um Avatar í þessum orðum hafi verið óhugsandi og fjarstæðukennt fyrir u.þ.b. viku síðan en hún hefur greinilega verið lúmskt að heilla allt rétta fólkið. Þið getið lesið alla fréttina hér.
Á Óskarnum á næsta ári verða 10 myndir tilnefndar sem Besta mynd ársins.
Hérna er eitthvað af þeim myndum sem eru taldar líklegar til Óskarstilnefningar, allavega samkvæmt „inside info“ slúðrinu sem maður hefur verið að lesa:
– The Hurt Locker
– An Education
– Up in the Air
– Precious
– Inglourious Basterds
– A Serious Man
– Invictus
– District 9
– The Road
– Star Trek
– Where the Wild Things Are
– og hugsanlega Avatar
Til að ljúka þessari frétt skulum við aðeins heyra í James Cameron tala um Sam Worthington:

