Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þungt áhorf, en algjörlega þess virði
Precious hljómar eins og mynd sem reynir aðeins of mikið á sig til að vera átakanleg, og það er spurning hvort áhorfandinn nær að trúa henni. Myndin fjallar um bláfátæka stelpu sem er ólæs offitusjúklingur og býr í Harlem. Hún er lamin af móður sinni og ólétt (í annað sinn) af pabba sínum. Það er miklu meira á bakvið söguna en ég vil ekki skemma fyrir mest hneykslandi augnablikum myndarinnar. Þetta hefði léttilega getað orðið að tilgerðarlegri Hallmark-dramamynd en leikstjórinn Lee Daniels virðist passa sig hvar hann stígur alla leiðina. Hann forðast þvingaða melódramatík eins og heitan eldinn og leggur allt sitt traust á leikaranna, sem er rosalega snjöll ákvörðun en líka djörf, því með vitlausar manneskjur í lykilhlutverkunum hefði þessi mynd getað misheppnast svakalega. Hún gerði það alls ekki, og ég veit ekki betur en að þetta sé ein af eftirminnilegri myndum síðasta árs. Ég hef a.m.k. ekki getað hætt að hugsa um hana síðan ég sá hana (sem er gott fyrir myndina en óþægilegt fyrir mig), og það er helstu leikurunum að þakka.
Þær Gabourey Sidibe og Mo'Nique eru alveg með ólíkindum og slá hvergi feilnótu í einhverjum kröfuhörðustu hlutverkum sem hægt er að finna í mynd frá árinu 2009. Þær voru svo góðar að ég keypti hverja einustu senu og var þar af leiðandi í rusli á meðan myndinni stóð, mestmegnis allavega. Sidibe er ekki lengi að vinna sér inn samúð hjá manni enda alveg svakalegt hvað persóna hennar er látin þola. Mo'Nique leikur síðan einhvern mesta kvendjöful sem ég hef séð í dramamynd og frammistaða hennar er óhugnanlega sannfærandi. Hatur mitt gagnvart þessari móður sem hún leikur er svo mikið að því verður ekki lýst með orðum. Aðrir leikarar/söngvarar (t.d. Mariah Carey (sem ég ætlaði fyrst ekki að þekkja!), Lenny Kravitz, Sherri Shepherd og Paula Patton) eru mjög fínir en það hverfa bókstaflega allir í skuggann á þessum tveimur.
Efnislega er þetta einhver grimmasta og ógeðfelldasta mynd sem ég hef séð í langan tíma, sem er afar spes þar sem hún sýnir ekki mikið (sem betur fer!!) en það sem er gefið í skyn í ýmsum senum fékk mig til að gapa út í loftið. Þetta er ein af þessum myndum sem greip mig mjög sterkt en ég mun ábyggilega aldrei horfa á hana aftur. Ég hvet samt langflesta sem kunna að meta erfiðar (en vandaðar) myndir til að kynna sér hana. Það má vera að hún sé grimm á margan hátt en hún er líka undarlega hjartnæm. Það eina sem ég hef út á að setja er mjög ójafn klippingarstíll, sem er stöku sinnum úr takt við söguna. En það er minniháttar galli á mynd sem fær annars hjá mér feit meðmæli.
8/10
Precious hljómar eins og mynd sem reynir aðeins of mikið á sig til að vera átakanleg, og það er spurning hvort áhorfandinn nær að trúa henni. Myndin fjallar um bláfátæka stelpu sem er ólæs offitusjúklingur og býr í Harlem. Hún er lamin af móður sinni og ólétt (í annað sinn) af pabba sínum. Það er miklu meira á bakvið söguna en ég vil ekki skemma fyrir mest hneykslandi augnablikum myndarinnar. Þetta hefði léttilega getað orðið að tilgerðarlegri Hallmark-dramamynd en leikstjórinn Lee Daniels virðist passa sig hvar hann stígur alla leiðina. Hann forðast þvingaða melódramatík eins og heitan eldinn og leggur allt sitt traust á leikaranna, sem er rosalega snjöll ákvörðun en líka djörf, því með vitlausar manneskjur í lykilhlutverkunum hefði þessi mynd getað misheppnast svakalega. Hún gerði það alls ekki, og ég veit ekki betur en að þetta sé ein af eftirminnilegri myndum síðasta árs. Ég hef a.m.k. ekki getað hætt að hugsa um hana síðan ég sá hana (sem er gott fyrir myndina en óþægilegt fyrir mig), og það er helstu leikurunum að þakka.
Þær Gabourey Sidibe og Mo'Nique eru alveg með ólíkindum og slá hvergi feilnótu í einhverjum kröfuhörðustu hlutverkum sem hægt er að finna í mynd frá árinu 2009. Þær voru svo góðar að ég keypti hverja einustu senu og var þar af leiðandi í rusli á meðan myndinni stóð, mestmegnis allavega. Sidibe er ekki lengi að vinna sér inn samúð hjá manni enda alveg svakalegt hvað persóna hennar er látin þola. Mo'Nique leikur síðan einhvern mesta kvendjöful sem ég hef séð í dramamynd og frammistaða hennar er óhugnanlega sannfærandi. Hatur mitt gagnvart þessari móður sem hún leikur er svo mikið að því verður ekki lýst með orðum. Aðrir leikarar/söngvarar (t.d. Mariah Carey (sem ég ætlaði fyrst ekki að þekkja!), Lenny Kravitz, Sherri Shepherd og Paula Patton) eru mjög fínir en það hverfa bókstaflega allir í skuggann á þessum tveimur.
Efnislega er þetta einhver grimmasta og ógeðfelldasta mynd sem ég hef séð í langan tíma, sem er afar spes þar sem hún sýnir ekki mikið (sem betur fer!!) en það sem er gefið í skyn í ýmsum senum fékk mig til að gapa út í loftið. Þetta er ein af þessum myndum sem greip mig mjög sterkt en ég mun ábyggilega aldrei horfa á hana aftur. Ég hvet samt langflesta sem kunna að meta erfiðar (en vandaðar) myndir til að kynna sér hana. Það má vera að hún sé grimm á margan hátt en hún er líka undarlega hjartnæm. Það eina sem ég hef út á að setja er mjög ójafn klippingarstíll, sem er stöku sinnum úr takt við söguna. En það er minniháttar galli á mynd sem fær annars hjá mér feit meðmæli.
8/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Lionsgate Films
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
26. febrúar 2010
Útgefin:
27. maí 2010