Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Tilfinningalegt svarthol sem skilur e-ð eftir sig
Keppninni um þunglyndustu kvikmynd ársins 2009 er opinberlega lokið, og The Road er ótvíræður sigurvegari. Ekki nóg með það að myndin sé á skjaldbökuhraða og grafalvarleg allan tímann heldur er lítill sem enginn söguþráður til staðar og er því lítið til staðar til að dreifa athygli áhorfandans frá þessu ofurþunga andrúmslofti. En það er líka tilgangurinn hvort eð er. Myndin fjallar um mannkynið í sínu svartasta og leitina að þeirri litlu von sem gæti leynst einhvers staðar. Þetta er augljóslega mjög erfið mynd til áhorfs, og eftirá leið mér eins og ég hafi verið dreginn í drullu í marga kílómetra eftir að hafa misst útlim og ekki borðað í fimm daga.
Myndin virkar samt, algjörlega. Hún kemur skilaboðunum á framfæri án þess að predika nokkurn tímann yfir manni og hún nær einnig að komast hjá því að útskýra fullmikið þannig að upplýsingum er ekki skóflað ofan í mann. Við fáum t.d. aldrei að vita hvernig heimurinn varð eins og hann er. Það er heldur ekki fókus sögunnar. Áhorfandinn fylgist bara með átökum þessara feðga (semsagt, lykilpersónurnar) og fyllir síðan í eyðurnar sjálfur. Sambandið á milli Viggo Mortensen og Kodi Smit-MchPhee er aðall sögunnar (þó svo að við fáum ekki einu sinni að vita nöfnin þeirra - þeir eru bara "faðir" og "sonur"), en það tekur stundum á að fylgjast með þessum tveimur. Það er t.d. sena í myndinni þar sem Mortensen kennir syni sínum hvernig skal best fara að því að skjóta sig í hausinn, sem honum er einungis bent á að gera ef allt fer til fjandans og það er engin önnur leið út. Og, ótrúlegt en satt, þá er þetta ábyggilega ein af glaðlyndari senum myndarinnar. Það ásamt kók-atriðinu. Smá product placement þar.
Maður finnur samt til með þeim báðum út alla myndina. Myndin væri alveg steindauð ef þeir hefðu engu sambandi náð við áhorfandann. Þeir eru líka báðir hreint út sagt frábærir á skjánum. Maður býst svosem ekki við öðru en dugnaði frá Mortensen en Smit-McPhee skilur mann eftir í hálfgerðu sjokki, enda mjög sjaldan þar sem hægt er að nota orðin "barnastjarna" og "leiksigur" saman í einni setningu. Ekki bara er krakkinn sannfærandi, heldur gat hann ekki fengið kröfuharðara og átakanlegra hlutverk. Síðan er vel dreift úr þeim Charlize Theron, Guy Pearce (meira cameo heldur en hlutverk þó) og Robert Duvall. Þau sjást kannski lítið en þau spila stóran þátt í heildarsögunni, og eru hörkugóð. Duvall ber samt af.
Útlitslega séð John Hillcoat fullkominn leikstjóri fyrir þessa mynd. Síðasta myndin hans (sem enginn sá), The Proposition, var rosalega óþægileg og hrá. Greinilega nær hann að brillera í því að gera ógeðfellt útlit í stíl við erfiðar sögur því þetta er annað skiptið í röð. Litaleysið er reyndar býsna standard útlit fyrir "post-apocalyptic" mynd, en það er meira hvernig fílingurinn spilast út sem gerir myndina áhrifaríka. Hillcoat tók klárlega skref í réttu áttina, en samt, eins kröftug og myndin er þá nær hún aldrei að halda manni í heljargreipum frá byrjun til enda. Hún er þung, vönduð og metnaðarfull, en það vantar samt pínulítið upp á til að gera hana að skylduáhorfi (kannski aaaaðeins viðburðaríkari atburðarás?). Mér finnst líka fúlt að leikstjórinn hafi ekki ákveðið að halda alógeðfelldasta atriði bókarinnar. Ekki það að ég njóti þess að horfa á slíkan viðbjóð (sem ég ætla ekki einu sinni að lýsa) en myndin hefði samt getað grætt á því. Það hefði breytt afar sérstakri upplifun í eitthvað mun minnisstæðara. Ég myndi ekki ná að sofna í marga daga.
The Road er ekki heilbrigt áhorf, hvað þá á krepputímum. Ef þú ert þegar í algjörum bömmer og ert við það að tapa bjartsýninu þá myndi ég alls ekki segja þér að horfa á hana. Ekki samt misskilja. Myndin er ekki alfarið svört og stöku sinnum finnst smá ljós í myrkrinu en það tekur góðan tíma að sjá það þannig að verið vel undirbúin. Myndin er almennt drullugóð þótt hún hefði hiklaust getað orðið frábær hefði leikstjórinn aðeins unnið betur úr hráefninu fyrir tökur.
7/10
Keppninni um þunglyndustu kvikmynd ársins 2009 er opinberlega lokið, og The Road er ótvíræður sigurvegari. Ekki nóg með það að myndin sé á skjaldbökuhraða og grafalvarleg allan tímann heldur er lítill sem enginn söguþráður til staðar og er því lítið til staðar til að dreifa athygli áhorfandans frá þessu ofurþunga andrúmslofti. En það er líka tilgangurinn hvort eð er. Myndin fjallar um mannkynið í sínu svartasta og leitina að þeirri litlu von sem gæti leynst einhvers staðar. Þetta er augljóslega mjög erfið mynd til áhorfs, og eftirá leið mér eins og ég hafi verið dreginn í drullu í marga kílómetra eftir að hafa misst útlim og ekki borðað í fimm daga.
Myndin virkar samt, algjörlega. Hún kemur skilaboðunum á framfæri án þess að predika nokkurn tímann yfir manni og hún nær einnig að komast hjá því að útskýra fullmikið þannig að upplýsingum er ekki skóflað ofan í mann. Við fáum t.d. aldrei að vita hvernig heimurinn varð eins og hann er. Það er heldur ekki fókus sögunnar. Áhorfandinn fylgist bara með átökum þessara feðga (semsagt, lykilpersónurnar) og fyllir síðan í eyðurnar sjálfur. Sambandið á milli Viggo Mortensen og Kodi Smit-MchPhee er aðall sögunnar (þó svo að við fáum ekki einu sinni að vita nöfnin þeirra - þeir eru bara "faðir" og "sonur"), en það tekur stundum á að fylgjast með þessum tveimur. Það er t.d. sena í myndinni þar sem Mortensen kennir syni sínum hvernig skal best fara að því að skjóta sig í hausinn, sem honum er einungis bent á að gera ef allt fer til fjandans og það er engin önnur leið út. Og, ótrúlegt en satt, þá er þetta ábyggilega ein af glaðlyndari senum myndarinnar. Það ásamt kók-atriðinu. Smá product placement þar.
Maður finnur samt til með þeim báðum út alla myndina. Myndin væri alveg steindauð ef þeir hefðu engu sambandi náð við áhorfandann. Þeir eru líka báðir hreint út sagt frábærir á skjánum. Maður býst svosem ekki við öðru en dugnaði frá Mortensen en Smit-McPhee skilur mann eftir í hálfgerðu sjokki, enda mjög sjaldan þar sem hægt er að nota orðin "barnastjarna" og "leiksigur" saman í einni setningu. Ekki bara er krakkinn sannfærandi, heldur gat hann ekki fengið kröfuharðara og átakanlegra hlutverk. Síðan er vel dreift úr þeim Charlize Theron, Guy Pearce (meira cameo heldur en hlutverk þó) og Robert Duvall. Þau sjást kannski lítið en þau spila stóran þátt í heildarsögunni, og eru hörkugóð. Duvall ber samt af.
Útlitslega séð John Hillcoat fullkominn leikstjóri fyrir þessa mynd. Síðasta myndin hans (sem enginn sá), The Proposition, var rosalega óþægileg og hrá. Greinilega nær hann að brillera í því að gera ógeðfellt útlit í stíl við erfiðar sögur því þetta er annað skiptið í röð. Litaleysið er reyndar býsna standard útlit fyrir "post-apocalyptic" mynd, en það er meira hvernig fílingurinn spilast út sem gerir myndina áhrifaríka. Hillcoat tók klárlega skref í réttu áttina, en samt, eins kröftug og myndin er þá nær hún aldrei að halda manni í heljargreipum frá byrjun til enda. Hún er þung, vönduð og metnaðarfull, en það vantar samt pínulítið upp á til að gera hana að skylduáhorfi (kannski aaaaðeins viðburðaríkari atburðarás?). Mér finnst líka fúlt að leikstjórinn hafi ekki ákveðið að halda alógeðfelldasta atriði bókarinnar. Ekki það að ég njóti þess að horfa á slíkan viðbjóð (sem ég ætla ekki einu sinni að lýsa) en myndin hefði samt getað grætt á því. Það hefði breytt afar sérstakri upplifun í eitthvað mun minnisstæðara. Ég myndi ekki ná að sofna í marga daga.
The Road er ekki heilbrigt áhorf, hvað þá á krepputímum. Ef þú ert þegar í algjörum bömmer og ert við það að tapa bjartsýninu þá myndi ég alls ekki segja þér að horfa á hana. Ekki samt misskilja. Myndin er ekki alfarið svört og stöku sinnum finnst smá ljós í myrkrinu en það tekur góðan tíma að sjá það þannig að verið vel undirbúin. Myndin er almennt drullugóð þótt hún hefði hiklaust getað orðið frábær hefði leikstjórinn aðeins unnið betur úr hráefninu fyrir tökur.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$230
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
8. janúar 2010
Útgefin:
3. júní 2010