Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Up in the Air 2009

(In the Air)

Justwatch

Frumsýnd: 22. janúar 2010

The story of a man ready to make a connection

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 83
/100
Tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, fyrir mynd ársins, Clooney, Farmiga og Kendrick fyrir bestan leik, leikstjórn og handrit. Vann Golden Globe fyrir handritið.

Ryan Bingham hefur þann starfa með höndum að ferðast um landið og reka fólk. Hann nýtur þessa lífs í botn, en einn daginn, þegar hann er um það bil að ná því takmarki að fá 10 milljón vildarpunkta, og þegar hann er nýbúinn að hitta konu sem er mikill ferðalangur eins og hann, kemur babb í bátinn. Nýr starfsmaður, ung kona ógnar þessu líferni með... Lesa meira

Ryan Bingham hefur þann starfa með höndum að ferðast um landið og reka fólk. Hann nýtur þessa lífs í botn, en einn daginn, þegar hann er um það bil að ná því takmarki að fá 10 milljón vildarpunkta, og þegar hann er nýbúinn að hitta konu sem er mikill ferðalangur eins og hann, kemur babb í bátinn. Nýr starfsmaður, ung kona ógnar þessu líferni með nýjum aðferðum við að reka fólk. ... minna

Aðalleikarar

George Clooney er svalur eins og alltaf
George Clooney kemur sterkur inn sem Ryan Bingham og hann vinnur við að ferðast um heiminn og reka fólk. Einn dag þegar Natalie Keener (Anna Kendrick) er að reka fólk á netinu þá fýkur aðeins í Ryan svo hann fær þann heiður að kenna henni að ferðast og reka fólk. Craig Gregory (Jason Bateman) er yfirmaður þeirra Ryan og Natalie og hann vill að fólk sé að reka aðra á netinu en Ryan hefur allavegana virðingu og vill reka fólkið "face to face".Ryans hæsta markmið í lífinu er að verða einn af 7 mönnum í heiminum til að hafa safnað 10.000.000 vildarpunkta.

George Clooney er einn af þeim svölustu leikurum sem eru núna uppi og þegar ég fer að sjá mynd með George Clooney þá veit ég að hún mun verða góð og með húmor og þess virði til að borga sig inná. Söguþráðurinn er ekki sem verstur og svo þegar Clooney er um að ræða þá hífir hann myndina upp því ef eh annar leikari myndi túlka Ryan þá get ég svarið það að hún væri ekki eins góð því Clooney er bara þessi karakter að vera one night stand gaur og svalur það er George Clooney og verður alltaf....

Up in the Air er mjög falleg saga og það er enginn hasar né drama né neitt þannig en samt nær hún að verða svo heillandi. Þegar ég sá trailerinn af Up in the Air þá vissi ég það að það væri eitthvað varið í að sjá hana og Up in the Air stóð fyrir sínu.

Einkunn: 8/10 (Ekki langt frá að fá níu) - "Falleg,vönduð og vel heppnuð mynd og meira segja að George Clooney nær að heilla mann of mikið sem Ryan Bingham".
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Öðruvísi Mynd
Up in the air er ekki þessi týpíska Hollywood George Clooney mynd, í þessari mynd leikur hann ekki sjálfan sig heldur einhvern allt annan sem að maður hefur samúð með.

Up in the air fjallar um manninn Ryan sem að vinnur við það að fljúga fylkjanna og borganna á milli í Bandaríkjunum og segja fólki upp vinnu. Hann hefur gaman af flugunum, hótelunum og skyndikynnunum og er hans hæst markmið í lífinu að verða einn af 7 mönnum í heiminum til að hafa safnað 10.000.000 vildarpunkta.

En einn daginn breytist líf hans alveg þegar 23 stelpa, nýútskrifuð úr Cornell, Natalie,kemur með þá hugmynd að reka fólk í gegnum tölvusímtal með webcam og þannig draga verulega úr útgjöldum fyrirtækisins.

En hvað á Ryan núna að gera þegar hann er bara vanur 40 dögum heima hjá sér á ári og á enga fjölskyldu en á vinkonu sem hann hittir reglulega á flugvöllum?

Myndin snertir mann virkilega því hún fjallar um mannleg samskipti og hvaða þunga af hlutum og samböndum maður vill bera með sér í gegnum lífið. Hún er vel gerð og leikin og var m.a. tilnefnd til 6 golden globe verðlauna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Alveg jafn leiðinleg og Juno
Ég veit ekki íslensku þýðinguna á þessu en þessi mynd er á góðri ensku: Bland, dull og mjög einfaldlega leiðinleg. Hún skilur ekkert eftir sig og hvað er allt þetta sem ég heyri um að handritð sé alveg frábært? Hvað er svona sérstakt við handritið? Ég skil engan veginn hvað fólk finnst svona gott við þessa mynd, það koma fullt af svona myndum á hverju ári, eitthvað ómerkilegt drasl sem meikar 4-5 sæti á vinsældar lista í bíó og hættir síðan og allir gleyma henni og þær eru merkilega oft með George Clooney. En einhvern veginn þá elska allir þessa mynd, ég bara skil þetta ekki. Mér finnst þetta vera ein ofmetnasta mynd síðustu ára. Ég ætla ekki að gera mér það að sjá næstu mynd Jason Reitman.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hittir á allar réttu nóturnar
Til að geta rétt metið Up in the Air þarf að stúdera hana svolítið. Til að byrja með þá er myndin alls ekki eins þurr og óspennandi og hún hljómar, LANGT frá því. Það er svo miklu meira á bakvið hana og í raun höfum við hátt í fullkomna blöndu af gamanmynd og drama sem einblínir á einhvern athyglisverðasta bíómyndakarakter undanfarinna ára, og sömuleiðis einn viðkunnanlegasta og um leið sorglegasta. Einnig er þetta einhver best skrifaða mynd ársins 2009 og hiklaust ein sú albesta í heildina. Eftir allt þetta lof sem hún fékk að utan bjóst ég svosem við góðri mynd, jafnvel mjög góðri mynd, en ekki *svona* góðri. Ég á rosalega erfitt með að finna dauðan punkt við hana.

Jason Reitman er á góðri leið með að vera einn besti leikstjóri sinnar kynslóðar. Hann er allavega orðinn margfalt betri kvikmyndagerðarmaður heldur en pabbi sinn, Ivan. Juno var reyndar aldrei minn tebolli en Thank You For Smoking var stórskemmtileg frumraun og nú virðist hann hafa náð að pungað út meistaraverki sínu, eða a.m.k. mynd sem er skuggalega nálægt því að vera meistaraverk. Í rauninni er Up in the Air mjög svipuð mynd og Smoking (og takið eftir að báðar myndirnar fjalla um viðkunnanlega skíthæla), nema hún er raunsærri og margfalt eftirminnilegri. Hún hefur líka meiri sál, og leikstjórn Reitmans er mun öruggari að þessu sinni heldur en áður. Tónninn er til að mynda alveg ákaflega vel meðhöndlaður, og hvernig myndin finnur jafnvægi á milli húmors og alvarleika er hreinasta afbragð.

Listinn yfir það sem gerir myndina góða er í rauninni rosalega langur. Hún gerir bara nánast allt rétt! En það sem ég fíla mest við hana er mórallinn. Eftir áhorf fann ég fyrir skilaboðunum og fannst eins og myndin hafi algjörlega náð að tala til mín. Boðskapurinn er gífurlega augljós og einfaldur (það sýgur að vera einn!) en það er hvernig hann er fluttur sem gerir myndina svona sérstaka. Ég sat límdur við skjáinn allan tímann og fannst eins og ég hafi fengið að kynnast alvörunni flóknum persónum og notið þess að vera með þeim. Ég hef aldrei haft neitt slæmt að segja um George Clooney (nema árið 1997, giskið af hverju) og hlutverkin hans eru langoftast vel valin og skemmtileg. Þetta er að sjálfsögðu ekki í fyrsta sinn sem hann brillerar og vinnur sér inn leiksigur en það sem lætur Up in the Air skara örlítið fram úr öðrum myndum Clooneys er persóna hans, Ryan Bingham. Við fylgjumst með lokuðum og í rauninni hálf glötuðum manni sem elskar sína kröfuhörðu vinnu, sem er einnig allt annað en spennandi. En þrátt fyrir gallaðan persónuleika er erfitt að heillast ekki örlítið að manninum. Áhorfandinn finnur fyrir þeim sjarma sem hann notar í vinnunni og daglegum samskiptum. Maður heldur stöðugt upp á hann og vonast til að sjá jákvæða breytingu. Samtöl myndarinnar eru líka svo suddalega góð og sérstaklega hjá Clooney. Maður hangir á hverju orði sem hann segir án þess að missa athyglina í eina sekúndu. Mónólogarnir hans eru líka heldur öflugir.

Það myndi samt lítið þýða að lofsyngja myndina nema allar lykilframmistöður myndu skila sínu, og það er einstaklega mikilvægt fyrir mynd sem inniheldur eins fáar persónur og þessi. Vera Farmiga er dásemd í hlutverki dularfullu "vinkonunnar" og kemistrían á milli hennar og Clooneys er eldfim. Anna Kendrick kemur líka lúmskt á óvart sem bjartsýni lærlingurinn. Stelpan sýndi hér um bil engan vott af leikhæfileikum í Twilight-myndunum en hér er skyndilega komin furðu efnileg (og ekki ómyndarleg) ung leikkona sem spilar frábærlega á móti eldri leikurunum í þessari mynd. Aðrir leikarar (þ.á.m. Jason Bateman, Danny McBride og Melanie Lynskey) gera mikið við minni persónur og ná m.a.s. flest allir að skilja einhver spor eftir sig. Ég skil hins vegar ekki hvers vegna þeir Sam Elliot, J.K. Simmons og Zack Galifinakis voru titlaðir í credit-lista myndarinnar. Þetta voru gestahlutverk í mesta lagi.

Up in the Air er - þegar uppi er staðið - algjör perla, og dásamlega þroskað skref fyrir efnilegan leikstjóra. Fyrir mig er myndin allur pakkinn; Hún er fyndin, snjöll, hrífandi, ófyrirsjáanleg og blessunarlega klisjulaus. Ég gæti ekki mögulega beðið um meira frá svona týpu af mynd. Hún er skylduáhorf fyrir sanna kvikmyndaáhugamenn.

9/10 - Ekki alveg besta mynd ársins 2009, en mjög ofarlega á þeim lista.

PS. Uppsagnirnar sem við fáum að sjá í myndinni eru langflestar ekta. Aðstandendur þóttust vera að gera heimildarmynd og náðu að festa á filmu viðbrögð alvöru starfsmanna. Brútal, en mjög athyglisvert að sjá.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mjög skemmtileg og raunveruleg mynd
Myndin fjallar um Ryan Bingham sem vinnur við það að reka fólk sem forstjórarnir þora ekki að reka sjálfir. Hann er í minniháttar sambandi við konu sem ferðast jafn mikið og hann og þau hittasta af of til stutt. Myndin fjallar um Ryan og samböndin í kringum hann.

George Clooney er alveg stórkostlegur í aðalhlutverkinu og hinir leikararnir standa sig líka mjög vel en Clooney stendur upp úr. Myndin er skipt í Drama og Grín og blöndunin tekst mjög vel. Ef það er húmor þá er hann óborganlegur eins t.d. viðbrögð Steve (Alan úr Hangover) þegar hann er rekinn og nokkrir One-liners sem Clooney segir.

Söguþráðurinn er frekar einfaldur en það er mjög raunveruleg saga og það eru engar klisjur í myndinni. Ég bjóst við einni í lok myndarinnar en svo kom mjög eftirminnilegt atriði. Það er heldur ekki allta fyndið þegar fólkið er rekið og nokkrir sem tala um sjálfsmorð og sagan er pínu þung á köflum, aldrei of samt.

Ég mæli alveg með þessari. Mannleg saga með súrum húmor inn á milli.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.01.2012

Annar gullmoli frá frábærum leikstjóra

Alexander Payne er heldur betur ómetanlegur gæi sem virðist stöðugt hækka í áliti hjá mér, þrátt fyrir að vera nú þegar einn af skemmtilegri leikstjórum sem eru til þarna úti. Alveg frá því að ég sá hina stórfínu E...

12.02.2011

KVIKMYNDAVERÐLAUN MYNDA MÁNAÐARINS OG KVIKMYNDIR.IS: ÓRÓI OG INCEPTION SIGURVEGARARNIR

Kvikmyndaverðlaun Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is voru afhent í fyrsta, en alveg örugglega ekki síðasta sinn, þann 11. febrúar í Egilshöll. Lesendur blaðsins og vefsins völdu sigurvegara í alls 16 flokkum, en þ...

27.12.2010

TILNEFNINGARNAR OPINBERAÐAR: KVIKMYNDAVERÐLAUN MYNDA MÁNAÐARINS OG KVIKMYNDIR.IS

Kvikmyndaverðlaun Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is verða haldin í fyrsta sinn í lok janúar, en eftir umfangsmikið forval, bæði meðal penna blaðsins og fleiri fróðra manna og margra af dyggustu notendum vefsins, eru tilnefningarnar...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn