Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Invictus 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. febrúar 2010

His people needed a leader. He gave them a champion.

134 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Myndin er byggð á sönnum atburðum. Hún gerist árið 1990 í Suður Afríku og hefst þegar Nelson Mandela er sleppt úr fangelsi eftir áratuga langa fangelsisvist á Robben Island. Mandela hefst strax handa við að berjast gegn aðskilnaðarstefnunni sem hefur verið við lýði í Suður-Afríku um langa tíð. Árið 1994 verður hann forseti landsins, en það þýðir... Lesa meira

Myndin er byggð á sönnum atburðum. Hún gerist árið 1990 í Suður Afríku og hefst þegar Nelson Mandela er sleppt úr fangelsi eftir áratuga langa fangelsisvist á Robben Island. Mandela hefst strax handa við að berjast gegn aðskilnaðarstefnunni sem hefur verið við lýði í Suður-Afríku um langa tíð. Árið 1994 verður hann forseti landsins, en það þýðir þó ekki að sigurinn gegn kynþáttahatri og aðskilnaði svartra og hvítra í landinu sé í höfn. Til dæmis púa svartir áhorfendur alltaf á sitt eigið rúgbý-landslið vegna þess að það hefur alltaf innihaldið eingöngu hvíta leikmenn. Suður-Afríka á að vera vettvangur heimsmeistaramótsins í rúgbý árið 1995 og leitar Mandela því til fyrirliða landsliðsins, Francois Pienaar og felur honum hið erfiða verkefni að breyta ímynd landsliðsins á aðeins einu ári svo það geti orðið sameiningartákn þjóðarinnar, en það setur mikið álag á bæði liðið og Pienaar.... minna

Aðalleikarar

Frábærlega leikið miðjumoð
Hvað dugnað á besta aldri varðar þá slær Clint Eastwood meira að segja Woody Allen við. Á einu og hálfu ári hafa komið út þrjár myndir eftir gamla kúrekann: Changeling, Gran Torino og núna Invictus - og þetta eru ekkert auðveldar myndir heldur, hvorki í upptökum né innihaldi og það aðskilur Eastwood hvað mest frá Allen, sem er meira vanur "point and shoot" aðferðinni. Samt, af þessum þremur myndum er Invictus klárlega sú slakasta. Þetta er sæmileg mynd í besta falli sem fær mestmegnis stig fyrir tvær frábærar frammistöður og jákvæðan boðskap, en handritið er bæði ógrípandi og vægast sagt ábótavant.

Á köflum er þetta eins og að horfa á tvær hálfkláraðar myndir í einni. Önnur er um Nelson Mandela en hin er íþróttamynd sem fer skömmustulega mikið eftir formúlunni. Reynið að ímynda ykkur allar klisjukenndu myndir sem þið hafið séð um ameríska fótboltann og þjóðernisdýrkun nema skiptið íþróttinni út fyrir rúgbý og breytið landinu í Suður-Afríku. Allar klassísku senurnar eru til staðar: stóra hvatningaræðan, "vonda" liðið, slow motion-skot þegar aðeins fáeinar sekúndur eru eftir af lokaleiknum og margt fleira. Fyrri helmingur myndarinnar er talsvert áhugaverðari og þar er meira einblínt á Mandela sjálfan. Síðan fer myndin smám saman að skipta um gír og byrjar að snúast meira um Matt Damon og íþróttina og skyndilega fer Mandela að hverfa út úr sögunni. Þessi skipting úr pólitísku drama yfir í dæmigerða íþróttamynd er voða einkennileg, og manni líður eins og það sé verið að svindla svolítið á manni. Þeir sem vilja bara sjá rúgbý-mynd þurfa að þola hægan fyrri helming og þeir sem vilja dýpri Óskarsmyndina munu vera ennþá svekktari.

Morgan Freeman er alveg stórkostlegur sem Mandela en honum er eiginlega sóað. Persónulega hefði frekar viljað sjá kvikmynd bara um hann heldur en íþróttina. Freeman leggur sig allan fram og nær manninum alveg óaðfinnanlega en í myndinni er maðurinn meira skrifaður sem dýrlingur sem veitir innblástur heldur en mannlegur einstaklingur sem áhorfandinn nær tengslum við. Það eru örlitlir vottar af mannúðleika í honum, en það endist voða stutt. Handritið finnur heldur ekkert áhugavert fyrir Mandela til að gera til að ná að fylla upp í lengdina þannig að í staðinn fáum við einhverjar senur sem fjalla um öryggisverðina hans. Myndin eyðir alltof miklum tíma í þennan auka söguþráð sem er tilgangslaus og stefnulaus. Það er eins og að myndin sé að byggja upp eitthvað banatilræði á Mandela en ekkert gerist. Þetta étur bara upp tíma og gerir myndina langdregnari.

Matt Damon er annars sífellt að vaxa sem leikari og hann hefur aldrei verið í hærra áliti hjá mér en núna. Hann var rosalega góður í The Informant! (önnur sannsöguleg mynd sem kom út á sama ári) og er ekki síðri hérna. Maður getur heldur ekki annað en fundið til með honum þegar maður skoðar það hversu hörð íþrótt rúgbý í rauninni er. Karakterinn hans er samt heldur illa skrifaður og eina sem maður fær að vita um hann er að elskar íþróttina og virðir Mandela (eða var það öfugt?). Aukaleikarar eru allir traustir en afskaplega auðgleymdir.

Myndin sem heild er algjör hausverkur af göllum, og Clint hefur ekki ollið mér svona miklum vonbrigðum síðan Blood Work kom út.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stóðst ekki vætingar
Clint Eastwood er með þeim bestu og flottustu leikurum og leikstjórum sögurnar og sama hve mikið mig langaði til þess að dýkra þessa nýju kvikmynd hans Invictus einfaldlega gat ég ekki. Eastwood hefur fært okkur meistarverk eins og Unforgiven, Millon Dollars Baby, Changeling og nú síðast Gran Torino sem ég tel vera sú allra besta frá honum.

Morgan Freeman held ég að sé ábyggilega eitt sá besti leikari sögurnar. Hann er magnaður í öllum sínum myndum og er stórkostlegur sögumaður. Hann er ábyggilega sá leikari sem fólk mun seint gleyma og varð ég fyrir miklum vonbrigðum með hann í þessari mynd. Matt Damon er heldur ekkert sérstakur í henni. Hann sýnir slappan leik að mínu mati og ég held ég að hann gæti gleymt því að hann eigi einhvern séns í Christoph Waltz um óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki(enda öruggur með styttuna).

Invictus er allveg sjálfsagt að kalla góða mynd en fyrir fannst mér ekkert varið í hana. Hún er langdreginn, slöpp og hefði getað orðið svo miklu betri.

5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.05.2013

Mandela aftur á hvíta tjaldið

Fyrrverandi forseti Suður-Afríku virðist vera sívinsælt viðfangsefni framleiðanda, því nú á að gera nýja mynd sem ber heitið Long Walk To Freedom. Í myndinni verður farið í gegnum ævisögu Mandela allt frá barn...

21.09.2012

Önnur asísk perla endurgerð

Maður fær alltaf lítinn sting í hjartað þegar að fregnir berast um að stór samsteypa í Bandaríkjunum tekur upp á því að endurgera gersemar úr asíska kvikmyndaheiminum. Það þarf þó ekki alltaf að vera slæmt ...

27.01.2012

Spillandi hulstur vikunnar - Invictus

Ath! Þeir sem lesa hvaða mynd er tekin til umræðu í þessum fasta lið eru beðnir um að skoða afganginn á þessu innihaldi á eigin ábyrgð. Tilgangurinn með þessu er að benda á sorglega myndefnið sem aðstandendur bíómy...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn