Frábærlega leikið miðjumoð
Hvað dugnað á besta aldri varðar þá slær Clint Eastwood meira að segja Woody Allen við. Á einu og hálfu ári hafa komið út þrjár myndir eftir gamla kúrekann: Changeling, Gran Torino og...
"His people needed a leader. He gave them a champion."
Myndin er byggð á sönnum atburðum.
Bönnuð innan 6 ára
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiMyndin er byggð á sönnum atburðum. Hún gerist árið 1990 í Suður Afríku og hefst þegar Nelson Mandela er sleppt úr fangelsi eftir áratuga langa fangelsisvist á Robben Island. Mandela hefst strax handa við að berjast gegn aðskilnaðarstefnunni sem hefur verið við lýði í Suður-Afríku um langa tíð. Árið 1994 verður hann forseti landsins, en það þýðir þó ekki að sigurinn gegn kynþáttahatri og aðskilnaði svartra og hvítra í landinu sé í höfn. Til dæmis púa svartir áhorfendur alltaf á sitt eigið rúgbý-landslið vegna þess að það hefur alltaf innihaldið eingöngu hvíta leikmenn. Suður-Afríka á að vera vettvangur heimsmeistaramótsins í rúgbý árið 1995 og leitar Mandela því til fyrirliða landsliðsins, Francois Pienaar og felur honum hið erfiða verkefni að breyta ímynd landsliðsins á aðeins einu ári svo það geti orðið sameiningartákn þjóðarinnar, en það setur mikið álag á bæði liðið og Pienaar.

Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráHvað dugnað á besta aldri varðar þá slær Clint Eastwood meira að segja Woody Allen við. Á einu og hálfu ári hafa komið út þrjár myndir eftir gamla kúrekann: Changeling, Gran Torino og...



