Áróðursplaköt úr The Hunger Games: Mockingjay

Fyrri hluti síðustu myndarinnar um Hungurleikanna verður frumsýnd þann 21. nóvember næstkomandi. Í dag birtust ný plaköt úr The Hunger Games: Mockingjay – Part 1.

Höfuðborgin þarf að stíga gegn byltingunni sem á sér stað í umdæmunum og fer því af stað með auglýsingaherferð sem á að ýta undir traust íbúa umdæmanna, því með hverri byltingu fylgir áróður frá yfirvaldinu. Áróðursplakötin hrósa umdæmunum fyrir það sem þau skila af sér til samfélagsins og ef marka má plakötin þá er hvert og eitt umdæmi með sinn megintilgang.

Í myndinni sér Katniss Everdeen sig nauðuga til að sameina hverfin í Panem og efna til byltingar gegn spilltu ógnarstjórninni í höfuðborginni. Um leið og stríðið sem mun ákveða örlög Panem stigmagnast þar til að Höfuðborgin leggur öll hverfin í rúst, verður Katniss að ákveða hverjum hún getur treyst og hvað hún skuli gera, á meðan allt sem henni er kært hangir á bláþræði.

Hér að neðan má sjá áróðursplakötin úr The Hunger Games: Mockingjay – Part 1.

1 - District 3 - Technology 2 - District 4 - Fishing 3 - District 6 - Transportation 4 - District 7 - Lumber 5 - District 9 - Grain 6 - District 10 - Livestock 7 - District 12 - Mining