Andy er steindauður – segir kærastan

kaufmannnAndy Kaufman er steindauður og hann er ekki að koma til baka, segir síðasta kærasta hans Lynne Margulies, 56 ára, en hún segir við TMZ vefmiðilinn bandaríska að hún hafi horft á hann deyja.

Við sögðum frá því í gær að 24 ára gömul kona hafi komið fram í gær á Gotham Comedy Club og sagst vera dóttir hans og hann væri ekki látinn. Hann væri 64 ára gamall.

Lynne segir að þessi svokallaða dóttir hans sé bara plat.

Margulies segir að hún hafi verið stödd við sjúkrabeð Kaufman á West Hollywood spítalanum þar sem hann lést úr sjaldgæfri tegund lungnakrabbameins árið 1984.

„Ég var inni í herberginu. Þau hefðu þurft að skipta út líkömum.“

Lynne segir að dóttir hans svokallaða sé eingöngu að leika „andy kaufman“ atriði, og reyna að halda goðsögunni um að leikarinn sé enn á lífi, á lífi.

Hún telur ennfremur að bróðir hans Michael, sem hafi verið kynnir á níundu árlegu Andy Kaufman verðlaunahátíðinni þar sem hin dularfulla dóttir kom fram, sé að taka þátt í gríninu.

Lynne segist þekkja Maria, sem er alvöru dóttir Andy, en hún er á þrítugsaldri, og segir að Andy eigi engin önnur börn.

Hér fyrir neðan er dánarvottorð leikarans.

dan

Stikk: