Andy Kaufman er á lífi – segir bróðir hans

TCDTAXI EC006Dularfull kona kom fram nú í byrjun vikunnar og sagðist vera dóttir grínistans goðsagnakennda Andy Kaufman, sem hefur vakið á ný upp lífseigar vangaveltur um það hvort að Kaufman hafi sett dauða sinn á svið.

Konan kom fram á árlegu Andy Kaufman verðlaunahátíðinni á mánudaginn síðasta. Hún var kynnt til sögunnar af bróður Andy Kaufman, Michael Kaufman, sem sagði frá því að hann hefði fyrir mörgum árum síðan séð ritgerð eftir Andy þar sem hann útskýrði í smáatriðum hvernig hann ætlaði að setja eigin dauða á svið.

Opinber gögn segja að leikarinn, sem var frægur fyrir uppistand sitt og leik í sjónvarpsþáttunum Taxi, hafi dáið árið 1984, 35 ára að aldri úr lungnakrabbameini. Hér má sjá andlátstilkynninguna.

Ef Kaufman væri á lífi í dag væri hann 64 ára gamall.

„Ég sá þetta allt saman og ég get sagt án nokkurs vafa að þetta var ekki hrekkur,“ sagði Al Parinello, vinur Kaufman sem stendur að verðlaunahátíðinni.

Michael las á samkomunni upp bréf frá Andy frá árinu 1999 þar sem segir: „að allt sé frábært í hans lífi, og hann hafi bara viljað hætta að vera Andy Kaufman,“ sagði Parinello.

Hann sagði einnig að í bréfinu stæði að Kaufman hefði orðið ástfanginn af konu og þau ættu nú dóttur sem þau væru nú að ala upp.

Dóttirnir er nú, ef þetta stenst allt saman, 24 ára gömul, en hún kom fram á hátíðinni í eigin persónu.

Lesið meira um málið hér.