Amy Adams verður Lois Lane í Superman

Óskarstilnefnda leikkonan Amy Adams úr Fighter, hefur verið ráðin í hlutverk sjálfrar kærustu Superman, Lois Lane, í endurgerð leikstjórans Zach Snyders á myndinni um Ofurmennið.
Snyder sagði við dagblaðið L.A. Times að leitin að Louis hafi tekið langan tíma. „Þetta er mjög mikilvægt hlutverk. Við fengum margar leikkonur í áheyrnarprufur, og síðan hittum við Amy og eftir fundinn með henni þá fann ég að hún yrði fullkomin í hlutverkið.“

Fyrr á þessu ári var Tudors leikarinn Henry Cavill, 27 ára, ráðinn í hlutverk Supermanns sjálfs.

Von er að myndinni í bíó á næsta ári.

Þó að Snyder, sem frumsýndi mynd sína Sucker Punch núna um helgina sem þénaði 19 milljónir Bandaríkjadala þessa fyrstu sýningarhelgi sína, hafi ekki viljað ræða neitt varðandi söguþráðinn í Supermann, þá sagði hann að Lois yrði lykilpersóna í myndinni.

„Þetta snýr að því sem ég hef áður sagt um Ofurmennið, að tengja hann við áhorfendur dagsins í dag,“ sagði Snyder. „Það á við um Lois líka. Hún verður að vera í sama heimi og hann.“

Stikk: