Áhorfendur öskruðu úr hræðslu – Stikla

Sagt er frá því í Variety kvikmyndaritinu að áhorfendur á frumsýningu myndarinnar A Quiet Place, eftir hjónin Emily Blunt og John Krasinski, með þeim báðum í aðalhlutverkum, hafi veinað úr hræðslu.

Myndin var frumsýnd á South By Southwest kvikmyndahátíðinni í gærkvöldi, og viðbrögðin létu ekki á sér standa, eins og fyrr sagði.

Eins og það er orðað í Variety þá voru veinin nægjanlegan skelfileg til að kæta leikstjórann og aðalleikarann, Krasinski, ákaflega.

Hér er um áhugaverða hugmynd að hrollvekju að ræða. Myndin fjallar um fjögurra manna fjölskyldu sem þarf að lifa í algjörri þögn eftir að dularfullar verur sem veiða bráð sína eftir hljóði, hrellir þau.

„Ef þær heyra í þér, þá veiða þær þig“, segir í kynningu myndarinnar.

Í fyrirspurnartíma eftir sýningu kvikmyndarinnar þá sagði Krasinski að hrollvekjurnar Alien og Jaws væru þær myndir sem hefðu veitt honum innblástur við gerð myndarinnar, þar sem þær fjölluðu meira um fólk í hættu en skrímslið sjálft.

Hann sagði: „Ég reyndi að gera eitthvað eins og það. Þér er ekki sama um fjölskylduna. Veran sem er þarna úti í myrkrinu stendur fyrir það þegar þú vilt ekki sleppa krökkunum þínum frá þér út í lífið.“

A Quiet Place kemur í bíó hér á Íslandi 6. apríl nk.

Sjáðu stikluna úr myndinni og hvað gerist þegar strákurinn rekur sig óvart í luktina: