Þá er aprílmánuður byrjaður og margir nemar komnir í páskafrí- vonandi fer að hitna almennilega úti á næstunni. Í tilefni dagsins í gær tóku heilmargar vefsíður þátt í aprílgabbi, þó sumir brilleruðu meira en aðrir (sjá meðfylgjandi mynd frá aprílgabbi Criterion Collection), og að sjálfsögðu tókum við á Kvikmyndir.is þátt í ruglinu með því að tilkynna Batman-mynd Aronofskys, Nicholas Winding Refn á leið til íslands, og sérkennilegar tjáningar Chuck Norris um R-stympil Expandables 2.
En nú langar okkur að vita hvað rataði í tækið heimafyrir hjá lesendum og hvaða myndir voru eftirsóknarverðar í bíói. Sá einhver nýju Polanski-ræmuna Carnage, Ömmu Lo-Fi (besti íslenski bíómyndatitillinn?) í bíóparadís, hina tekjuháu The Lorax, eða kannski bara skellt sér á risavöxnu framhaldsmyndina Wrath of the Titans (sem halaði inn næstum tvöfalt minna The Hunger Games á sinni annari aðsóknarhelgi)? Basíska uppsetningin:
Kvikmynd, einkunn
og komment.
Og svona að lokum, hvað fannst ykkur besta aprílgabbið í gær- bæði í kvikmyndafréttum og bara á netinu almennt? Og svo við gleymum ekki gamer-unum þá látum við aprílgabb vefsíðunnar IGN fylgja með: