Amma Lo-Fi (2012)
"The Basement Tapes of Sigríður Níelsdóttir"
Amma Lo-fi er portrett af Sigríði Níelsdóttur sem fór að taka upp og gefa út sína eigin tónlist á áttræðisaldri.
Öllum leyfðSöguþráður
Amma Lo-fi er portrett af Sigríði Níelsdóttur sem fór að taka upp og gefa út sína eigin tónlist á áttræðisaldri. Á 7 árum urðu geislaplötur hennar 59 talsins, hver og ein þeirra barmafull af sérviskulegum, grípandi tónsmíðum þar sem fléttast saman ólíkar hljóðuppsprettur; mjálm og korr gæludýra Sigríðar, ýmis konar leikföng, eldhússlagverk og casio hljómborð. Þessi einstaka tónlistar- og myndlistarkona er nú dáð költ fígúra meðal íslenskra tónlistarmanna, en nokkrir þeirra votta henni og ómótstæðilegum lagstúfum hennar virðingu sína í myndinni með stuttum performönsum. Fulltrúar aðdáenda Sigríðar í myndinni eru: Hildur Guðnadóttir, Mugison, múm, Sin Fang, Mr Silla og Kría Brekkan. Amma Lo-fi er frumraun þriggja tónlistarmanna á kvikmyndasviðinu. Myndin var að mestu skotin á Super-8 og 16 mm filmu á um 7 árum og fangar kreatívasta tímabilið í lífi Sigríðar Níelsdóttur sem á margan hátt minnir á teiknimyndafígúru. Ljóðræn uppátæki á borð við það að fóstra vængbrotnar dúfur sem syngja fyrir hana í staðinn eða það að breyta rjómaþeytara í þyrlu, kalla á teiknaðar hreyfimyndir sem brúa óljóst bilið á milli einstaks ímyndunarafls Sigríðar og ljómandi óvenjulegri hversdags tilveru hennar.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Verðlaun
Myndin var nýverið sýnd í MoMA; Museum of Modern Art í New York, á South By Southwest hátíðinni í Austin, International Film Festival Rotterdam og Copenhagen DOX þar sem myndin hlaut Sound












