SpennumyndÆvintýramynd
Wrath of the Titans
2012
(Clash of the Titans 2)
Frumsýnd: 30. mars 2012
Feel the Wrath
99 MÍNWrath of the Titans gerist um tíu árum eftir atburði fyrri myndarinnar.
Perseus, hinn mannlegi sonur Seifs sem sigraði hinn illa Kraken,
hefur reynt sitt besta til að draga sig í hlé og lifir nú rólegu lífi í litlu
sjávarþorpi þar sem hann stundar fiskveiðar og elur upp 10 ára
gamlan son sinn.
Á meðan hefur ólgan á milli guðanna og risanna farið vaxandi... Lesa meira
Wrath of the Titans gerist um tíu árum eftir atburði fyrri myndarinnar.
Perseus, hinn mannlegi sonur Seifs sem sigraði hinn illa Kraken,
hefur reynt sitt besta til að draga sig í hlé og lifir nú rólegu lífi í litlu
sjávarþorpi þar sem hann stundar fiskveiðar og elur upp 10 ára
gamlan son sinn.
Á meðan hefur ólgan á milli guðanna og risanna farið vaxandi á ný
og Krónos, foringi risanna og faðir þeirra Seifs, Hadesar og
Póseidons, látið til sín taka eftir að hafa haldið sig í myrkum
undirdjúpum Tartarus síðan synir hans steyptu honum úr hásætinu.
Þegar Hades ásamt mannlegum syni Seifs, Ares, ákveða að snúa
bökum saman, svíkja Seif og vinna að því að koma honum í ánauð
hjá Krónosi, getur Perseus ekki lengur setið hjá afskiptalaus. En
kraftur Seifs fer óðum þverrandi og svo fer að Krónos nær honum á
sitt vald.
Perseus leitar þá til hins fallna guðs Hephaestusar, sonar
Póseidons, Argenors, og stríðsdrottningarinnar Andrómedu, um
hjálp til að fara niður til Tartarus, bjarga föður sínum úr klóm
Krónosar og freista þess að binda enda á djöfullegt ráðabrugg
hans og þeirra sem fylgja honum að málum ...... minna