Chuck Norris tjáir sig um PG-13 Expendables 2

Þegar að Chuck Norris var fenginn í Expendables hópinn á sínum tíma neitaði hann að taka þátt nema myndin fengi PG-13 stimpil, og af eitthverjum einkennilegum ástæðum samþykktu framleiðendur myndarinnar það með bros á vör (líklegast peninganna vegna). Aðdáendur voru hinsvegar brjálaðir og heimtuðu að myndin fengi R stimpil aftur á sig. Stallone kom svo með þær fréttir um daginn að myndin væri aftur orðin R rated, en spurningin sem margir voru með á huga sér var „Hvað segir Chuck Norris um þetta?“

Góða fólkið á AintItCool news hafði svo samband við hann á dögunum vegna málsins, og hafði Chuck þetta að segja.

„Mér finnst þetta algjör skömm. Ég trúi ekki að myndir þurfi að vera með R stimpil til að fá áhorfendur, ég hef aldrei leikið í þannig mynd en þarf greinilega að brjóta keðjuna núna þökk sé fólkinu.“

Þegar AintItCool spurðu hann svo í sambandi við framhaldið var hann alveg fastur á sínu.

„Ég mun ekki taka þátt í því. Sly er góður félagi minn og skilur fullkomlega ákvörðunina mína um að taka ekki þátt í framhaldinu. Mér finnst trú mikilvæg og ætla þessvegna ekki að fara gegn því sem ég trúi. En ég óska þeim allt það besta og vona innilega að fólk njóti þess að sjá okkur kappana saman í Expendables 2“

Hvernig fer þetta í ykkur? Finnst ykkur góð ákvörðun hjá Chuck Norris að draga sig úr genginu vegna þessara breytinga?