Lawrence sest í leikstjórastólinn

Jennifer Lawrence hefur tekið að sér að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd. Hún nefnist Project Delirium. silver-linings-playbook-jennifer-lawrence-399x600

„Mig hefur langað að leikstýra síðan ég var 16 ára og fannst alltaf að ég þyrfti að stíga skref í þá átt. En ef ég hefði byrjað fyrr hefði ég ekki verið tilbúin. Núna finnst mér ég vera tilbúin,“ sagði leikkonan við Entertainment Weekly.

Myndin er byggð á blaðagrein um sálfræðihernað á sjöunda áratugnum.

Lawrence fetar þar með í fótspor frægra leikara á borð við Angelina Jolie og George Clooney sem hafa ákveðið að spreyta sig á leikstjórn.

Elizabeth Banks, sem hefur leikið á móti Lawrence í The Hunger Games, leikstýrði sömuleiðis sinni fyrstu mynd fyrr á þessu ári, Pitch Perfect 2.