Banks gerir Ósýnilegu konuna

Pitch Perfect 2 leikkonan og leikstjórinn Elizabeth Banks hefur verið ráðin til að leikstýra kvikmynd um ósýnilegu konuna ( e. Invisible woman ). Banks mun jafnframt leika í kvikmyndinni, að því er fram kemur í The Hollywood Reporter. Myndin er endurgerð á mynd sem frumsýnd var árið 1940, en hún fjallaði um fyrirsætu í stórverslun, […]

Nýju Englarnir fundnir

Charlie er búinn að finna nýju englana sína, en þær Kristen Stewart og Naomi Scott eru nú staðfestar í hlutverk tveggja engla í endurræsingu á kvikmyndinni Charlie´s Angels, sem Pitch Perfect leikstjórinn og leikkonan Elizabeth Banks mun leikstýra.  Þriðji engillinn verður svo hin breska Ella Balinska. Banks sjálf mun auk þess að leikstýra, leika hlutverk […]

Krakkar fá ofurkrafta – Fyrsta stikla úr Power Rangers

Á tíunda áratug síðustu aldar vöknuðu krakkar um allan heim spenntir á laugardagsmorgnum og horfðu á hina geysivinsælu Power Rangers ofurkrakka. Í mars á næsta ári er von á bíómynd um Power Rangers, og fyrsta stiklan fyrir myndina kom út í dag í tengslum við pallborðsumræður Lionsgate framleiðslufyrirtækisins á Comic Con afþreyingarhátíðinni sem nú stendur yfir […]

Himinlifandi með Pitch Perfect 3

Unviersal Pictures hafa fundið nýjan leikstjóra fyrir söngvamyndina Pitch Perfect 3, eftir að Elizabeth Banks, leikstjóri síðustu myndar, gaf verkefnið frá sér í júní sl. Nýi leikstjórinn er Trish Sie, sem leikstýrði dansmyndinni Step Up: All In. Í myndinni koma þær allar saman á ný, aðalstjörnur fyrri myndanna tveggja, þær Anna Kendrick, Rebel Wilson og Brittany Snow. „Þetta […]

Banks Power Rangers þorpari

Pitch Perfect 2 leikkonan og leikstjórinn Elizabeth Banks hefur verið ráðin í hlutverk illmennis í nýja mynd um Power Rangers gengið, en Lionsgate framleiðslufyrirtækið ætlar að gera myndina eftir þessum vinsælu barnaþáttum frá tíunda áratug síðustu aldar. Dean Israelite, sem leikstýrði tímaferðlags – úrklippumyndinni ( found-footage) Project Almanac, mun leikstýra. Nýliðar í leikarastétt, þau RJ Cyler, […]

Lawrence sest í leikstjórastólinn

Jennifer Lawrence hefur tekið að sér að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd. Hún nefnist Project Delirium.  „Mig hefur langað að leikstýra síðan ég var 16 ára og fannst alltaf að ég þyrfti að stíga skref í þá átt. En ef ég hefði byrjað fyrr hefði ég ekki verið tilbúin. Núna finnst mér ég vera tilbúin,“ sagði […]

Vandræði eftir einnar nætur gaman

Miðvikudaginn 21. maí munu SAMbíóin frumsýna gamanmyndina Walk of Shame með Elizabeth Banks í aðalhlutverki. Eftir einnar nætur gaman vaknar fréttaþulurinn Meghan Miles skelþunn, peningalaus, símalaus, skilríkjalaus, jakkalaus og bíllaus í vafasömu hverfi og með 8 klukkustundir til stefnu þar til hún á að mæta í mikilvægasta atvinnuviðtal ævi sinnar. Walk of Shame er gerð af handritshöfundinum og leikstjóranum […]

Sex and the City leikari verður yfirmaður Banks

Eins og við sögðum frá í október, þá mun Elizabeth Banks leika í myndinni Walk of Shame þegar tökum lýkur á The Hunger Games: Catching Fire, þar sem hún leikur hina skrautlegu Effie Trinket. Nú hefur leikarinn Willie Garson úr sjónvarpsþáttunum Sex And The City, bæst í leikarahóp Walk of Shame. Garson lék eins og margir […]

Will Ferrell verður legókall

Will Ferrell, Liam Neeson, Nick Offerman og Alison Brie hafa bæst við leikaralistann í teiknimynd sem Warner Bros og Village Roadshow Pictures  framleiða, og heitir Lego 3d, eða Legó í þrívídd. Framleiðsla myndarinnar er komin í fullan gang, en áður höfðu þau Chris Pratt, Elizabeth Banks, Will Arnett og Morgan Freeman samþykkt að leika í myndinni. Myndin fjallar um ósköp […]

Banks skammast sín

Næsta verkefni leikkonunnar Elizabeth Banks verður að skammast sín, en upptökur á myndinni Walk of Shame hefjast í janúar í Los Angeles. Banks er þekkt úr myndum eins og Pitch Perfect, The Hunger Games, What to Expect When You’re Expecting og Man on a Ledge. Leikstjóri verður Steven Brill sem einnig skrifar handritið. Hann hefur áður […]

Man on a Ledge – stikla

Sam Worthington er allavega að prófa nýja hluti eftir Avatar, hér er stikla fyrir næstu mynd hans, en hann eyðir meirihluta hennar standandi á gluggasyllu á háhýsi í New York. Myndinni er leikstýrt af dananum Asger Leth, og ásamt Worthington eru Ed Harris, Jamie Bell og Elizabeth Banks í stórum hlutverkum. Worhtington og Bell leika […]

Banks ánægð með að fá að leika í The Next Three Days

Elizabeth Banks fannst frábært að leika í myndinni The Next Three Days, þar sem hún er vön að fá bara hlutverk í gamanmyndum. Leikkonan, sem leikur á móti Russel Crowe í þessari dramamynd sem fjallar um konu sem er handtekin, grunuð um að hafa myrt vinnuveitanda sinn, er klassískt menntuð leikkona og var ánægð þegar […]

Tökur hafnar á Maður á syllu

Samkvæmt tilkynningu frá kvikmyndafyrirtækinu Summit Entertainment þá eru tökur hafnar í New York á spennumyndinni Maður á syllu, eða Man on a Ledge. Söguþráðurinn er nokkuð áhugaverður. Fyrrum lögga og nú eftirlýstur flóttamaður, leikinn af Sam Worthington, sem þekktur er fyrir leik sinn í Avatar og Terminator, stendur á syllu á háhýsi á meðan samningamaðurinn, […]