Vandræði eftir einnar nætur gaman

Walk_of_Shame_2Miðvikudaginn 21. maí munu SAMbíóin frumsýna gamanmyndina Walk of Shame með Elizabeth Banks í aðalhlutverki.

Eftir einnar nætur gaman vaknar fréttaþulurinn Meghan Miles skelþunn, peningalaus, símalaus, skilríkjalaus, jakkalaus og bíllaus í vafasömu hverfi og með 8 klukkustundir til stefnu þar til hún á að mæta í mikilvægasta atvinnuviðtal ævi sinnar.

Walk of Shame er gerð af handritshöfundinum og leikstjóranum Steven Brill sem leikstýrði m.a. Adam Sandler-myndunum Mr. Deeds og Little Nicky, og myndum eins og Without a Paddle og Drillbit Taylor. Í aðalhlutverki er hin stórskemmtilega Elizabeth Banks og í öðrum stórum hlutverkum eru þau James Marsden, Gillian Jacobs, Oliver Hudson, Sarah Wright og Lawrence Gilliard, Jr.

Meghan Miles er fréttaþulur á sjónvarpsstöð og hefur ekki gengið sem best upp á síðkastið. Vegna þessa vilja vinkonur hennar hressa hana við eitt kvöldið og fá hana til að koma með sér út á lífið. Þar skvettir Meghan hins vegar allt of miklu í sig á allt of stuttum tíma og endar um nóttina í rúminu heima hjá bláókunnugum manni í bláókunngu hverfi.

Þegar Meghan vaknar daginn eftir alveg skelþunn lætur hún það verða sitt fyrsta verk að hringja í símsvarann sinn og fær þá þær fréttir að hún eigi að mæta í mikilvægasta atvinnuviðtal lífs síns eftir 8 klukkustundir. Hún hendist því af stað og áttar sig ekki á því fyrr en úti á götu að hún er stödd í vafasömu og ókunnugu hverfi, peningalaus, símalaus, skilríkjalaus, jakkalaus og bíllaus.